Hvenær flutti ég aftur norður?

25.Janúar'08 | 19:46

Svenni

Maður er farinn að tala með norðlenskum hreim í öllum þessum snjó.

Það er margt sem Íslendingar setja samasemmerki við þegar talið berst að Vestmannaeyjum.  Rokið á Stórhöfða kemur þar sterkt inn, Þjóðhátíðin með öllum sínum sjarma, Árni Johnsen, lundinn og svo margt fleira. En yfirleitt dettur fólki ekki í hug snjóþyngsli enda stoppar snjórinn yfirleitt ekki lengi á Heimaey.

Síðustu tvær vikur hefur allt verið á kafi í snjó. Alla vega á Vestmannaeyskan mælikvarða. Ég er búinn að vera að bíða eftir almennilegri rigningu frá því í byrjun janúar.

En nú neyðist ég til að fara að moka helv.... tröppurnar.

http://svenko.blog.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.