100 milljónir. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008

22.Janúar'08 | 10:12

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009. Auglýst eftir umsóknum, frestur til að skila rennur út 19. febrúar 2008.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar vegna skerðingar þorskaflaheimilda

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda.  Styrkhæf svæði eru sveitarfélög og eyjar þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra. 

Áformað er að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem verður ráðstafað á sama hátt.Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni á viðkomandi svæðum.  Umsækjendur geta verið sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar.  Hámarksstyrkur er 8 milljónir króna, þó aldrei hærri en 50% af viðurkenndum heildarkostnaði verkefnisins.  Hámarks hlutafé er 8 milljónir króna, þó að hámarki 50% af heildarhlutafé 

Styrkir verða veittir til: Stofnkostnaðar annars en kaupa/byggingar húsnæðis, véla og tækja.  Þróunarkostnaðar á vöru og/eða þjónustu Markaðssetningar á vöru og/eða þjónustu.

Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna, sköpunar nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til.  Ekki er um að ræða styrki/hlutafé til menntunar- og rannsóknarverkefna. 

Nánari upplýsingar um mat á umsóknum má finna hér.


Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum sem hægt er að nálgast hér. 

Umsóknum skal skila fyrir 19. febrúar 2008

www.sudur.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).