Helstu verkefni lögreglu frá 14. til 21. janúar 2008.

21.Janúar'08 | 17:01

Lögreglan,

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í sl. viku enda veðurfar þannig að illfært var um bæinn og þurftu nokkrir bæjarbúar aðstoð lögreglu til að komast á milli bæjarhluta.  Jafnframt naut lögreglan aðstoðar Björgunarfélagsins til að koma fólki á milli staða.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið en hún átti sér stað á veitingastaðnum Drífanda aðfaranótt 15. janúar sl.  Þarna hafði einn gestur staðarins orðið eitthvað æstur sem endaði með því að hann hrinti einum starfsmanni veitingastaðarins með þeim afleiðingum að hann hlaut sár af.  Jafnframt mun þessi aðili hafa hent stól í bifreið sem stóð fyrir utan staðinn þannig að tjón varð af.

Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu eftir skammtanahald helgarinnar en hann hafði verið ofurölvi á einum af veitingastaðum bæjarins og ekki viðræðuhæfur.  Að öðru leiti fór skemmtana hald helgarinnar vel fram.

Tvö slys voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið og var í öðru tilvikinu um að ræða dreng sem slasaðist þegar hann var að renna sér inni í Herjólfsdal.  Í hinu tilviknu varð barn fyrir bifreið en það slasaðist ekki alvarlega, fékk mar og blóðnasir. 

Þrír ökumenn fengu sekt fyrir brot á umferðarlögum en þeir voru m.a. sektaðir fyrir óheimila notkun á ljósabúnaði, akstur án þess að hafa öryggisbeltið spennt og akstur gegn einstefnu.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

 

 

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%