Hann rak mig upp í stúku þar sem ég hafði verið eitthvað erfiður, þar grenjaði ég allan leikinn á meðan strákarnir spiluðu

21.Janúar'08 | 07:27

Siggi Braga

Á föstudagskvöldið var tilkynnt að Sigurður Bragason hefði verið valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja 2007. Sigurður hefur spilað lengi með meistaraflokki ÍBV og er í dag þeirra leikreyndasti leikmaður og fyrirliði. Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Sigurð til að fræðast aðeins og ferilinn hjá honum.

Hvað er langt síðan að þú byrjaðir að æfa íþróttir?
Það eru um 26 ár! Já þetta er langur ferill. Ég man meira að segja eftir fyrstu æfingunni . Þá fór ég með Helga bróður á fótboltaæfingu í  íþróttahúsið. Man að ég var mjög stressaður fyrir þessa æfingu, sérstaklega var ég stressaður að þurfa að ganga inn í salinn og heilsa áhorfendum. Hélt að þetta væri eins og í handboltanum þegar liðin gengu inn og veifuðu til áhorfenda. Það var því mikill léttir þegar maður kom í salinn og engin þar að horfa á.

Nú æfðir þú í mörg ár bæði handbolta og fótbolta og átt skráðan einn meistaraflokksleik í fótbolta, hvað varð til þess að þú valdir handbolta fram yfir fótboltann?
Erfitt að segja. Ætli það hafi ekki verið vegna þess að félagarnir voru þar. Ég æfði með ÍBV í fótbolta 17 ára, en svo voru Gunnar Berg, Arnar Pé og Óskar Har. Allir í handboltanum þannig að það lá beinast við að elta þá.

Þú hefur haft marga þjálfara í gegnum tíðina, hvaða þjálfari hefur haft mestu áhrifinn á þig sem leikmann og persónu?
Mjög erfitt að svara þessu. Ég hef verið mjög heppinn í gegnum árin að vera með frábæra þjálfar og persónur sem kennara. Ef maður fer í gegnum handboltaferilin þá var það fyrst pólskur þjálfari hjá Þór sem hét Peter. Ég er öruggur á þvi að það er einn færast handboltaþjálfari sem á Eyjuna hefur komið, ekki skemmdi fyrir að Helgi var aðstoðamaður hjá honum.
Á eldra ári í 5.flokki tók svo „Idolið" við mér, Siggi Gunn. Maður reyndi að apa allt eftir honum, átti eins skó, spilaði alltaf númer 6 osfr. Með honum var Raggi Hilmars  en þeir félagar þjálfuðu einnig  á þessum tíma meistaraflokk ÍBV sem var bikarmeistari, þannig að þar var maður í góðum höndum.
Þegar ég kom svo upp í 4.flokk að drepast úr töffaraskap tók engin annar en Böðvar Bergþórsson við manni... þar var sko sparkað í mann. Hann er t.d eini þjálfarinn minn sem hefur bannað mér að spila handboltaleik, en það var í túrneringu í Sandgerði. Rak mig upp í stúku þar sem ég hafði verið eitthvað erfiður, þar grenjaði ég allan leikinn á meðan strákarnir spiluðu.
Erlingur Rikka tók svo við í 3.flokki en hann hefur verið með mér flest ár, bæði í 3.flokki og svo auðvitaði í meistaraflokki. Eftir það þegar maður var komin í „alvöru" bolta þeas 2. Og m.flokk tóku kappar eins og Þorbergur, Sibbi Óskars, Boris og svo auðvitað Gintaras við. Allt eru þetta frábærir menn sem maður gleymir aldrei.

Hvernig finnst þér staðan í íþrótta- og æskulýðsmálum í eyjum í dag?
Alveg frábær, til fyrirmyndar. Það vantar knattspyrnuhús og þegar það verður komið er allt til alls. Ekki hægt að grenja yfir aðstöðuleysi.

Nú hefur ÍBV í handbolta átt erfitt uppdráttar í vetur, telurðu að liðið náði sér upp þegar keppni hefst aftur eftir EM?
Ég væri nú dapur fyrirliði ef ég myndi segja eitthvað annað en við ætluðum okkur að gera betri hluti. Það verður að viðurkennast að sá handbolti sem við höfum verið að spila er sá versti sem ég hef tekið þátt í á ferlinum. Eg er samt á því að við séum með það góðan mannskap að við eigum að geta gert miklu betur. Eigum við ekki bara að segja að við ætlum okkur að gera betur, sjáum svo til.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.