Dýrast er að vera með börn í leikskóla á Ísafirði

21.Janúar'08 | 11:22

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Leikskólar Leikskólaplássin eru dýrust á Ísafirði ef miðað er við pláss fyrir eitt barn í fullu fæði í nokkrum fjölmennustu sveitar-félögum landsins. Næstdýrust eru þau í Garðabæ. Á Ísafirði kostar leikskólaplássið ásamt fullu fæði 30.448 krónur á mánuði en í Garðabæ kostar það 29.970 krónur.

Klukkustundin á leikskóla er dýrust í Garðabæ, á 3.200 krónur, en það gefur ekki rétta mynd af greiðsluhlutdeild foreldra því leikskóladvölin er alls staðar niðurgreidd. Á Ísafirði er klukkustundin á 2.840 en ódýrust er hún í Reykjavík, kostar 1.760 krónur.

Leikskólafulltrúarnir Guðríður Helgadóttir og Guðrún Helga Bjarnadóttir hafa tekið saman yfirlit yfir leikskólagjaldskrár tólf sveitarfélaga í landinu. Þau eru Akureyri, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavík, Garðabær, Seltjarnar­nes, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Árborg, Ísa­fjarðarbær, Vestmanna­eyjar og Fljótsdalshérað.

Í samantektinni kemur fram að ódýrast sé að vera með eitt barn í fullu fæði í leikskóla í Kópavogi. Þar kostar átta tíma vistun með fæði 19.924 krónur. Reykjavík er næstódýrust með 20.150 krónur en annars kostar almennt gjald fyrir eitt barn leikskóla á bilinu 22.199 á Akureyri upp í 26.580 krónur í Vestmannaeyjum.

Séu báðir foreldrar í námi, eða um einstætt foreldri að ræða, er leikskólaplássið dýrast á Ísafirði, tæplega 22.500 krónur, og næstdýrast í Garðabæ eða tæpar 22.300 krónur. Langódýrast er það í Reykjavík, kostar 11.910 krónur og næstódýrast í Kópavogi þar sem það kostar 15.620 kr. á mánuði.

Í minnst þremur sveitarfélögum er gjaldfrjáls leikskóli en það er í Súðavík, Hvalfjarðarsveit og Fljótsdalshreppi/Hallormsstað.
Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra á Ísafirði, kemur nokkuð á óvart að leikskólaplássin á Ísafirði komi svo dýr út í samanburði við önnur sveitarfélög þar sem leikskólagjaldskrá og fæðisgjald hafi lækkað um tíu prósent frá síðustu áramótum. Þá hafi gjaldskráin ekki hækkað frá 2005.
Hann bendir á að Ísafjarðarbær hafi farið aðrar leiðir en að lækka bara gjaldskrá. Nú sé frítt fyrir þriðja barn og svo gildi gjaldskráin líka fyrir systkini hjá dagmóður eða í lengdri viðveru í grunnskóla. Þá sé frítt í fjóra tíma fyrir fimm ára börn í leikskóla.

„Það má segja að þetta skili sér ekki þegar gerður er strípaður samanburður á gjaldskrám,"

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.