Vestmannaeyjabær bar ekki ábyrgð á banaslysi

20.Janúar'08 | 13:03
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Vestmannaeyjabæ af bótakröfu ekkju karlmanns, sem lést árið 2000 þegar bíll, sem maðurinn var farþegi í, fór fram af bryggjunni í Vestmannaeyjahöfn og lenti í sjónum. Ökumaður bílsins lést einnig í slysinu.
Lögreglan taldi að slysið hefði orðið með þeim hætti, að hægra framhjól bílsins hefði farið út fyrir bryggjukantinn og bíllinn síðan oltið framaf. Slæmt skyggni var vegna snjókomu þegar slysið varð.

Ekkjan taldi að Vestmannaeyjabær bæri ábyrgð á slysinu vegna þess að frágangur á hafnarkanti hefði verið ófullnægjandi og ekki í samræmi við reglur um slysavarnir í höfnum. Samkvæmt þeim reglum eigi kantbitar á hafnarsvæðum að vera a.m.k. 20 sentimetra háir og það öflugir, að þeir láti ekki undan við ákeyrslu. Hæð kantbita, þar sem slysið varð, sé 9-12 sentimetrar.

Dómurinn segir hins vegar, að samkvæmt reglugerð hafi verið gefinn frestur til endurbóta eldri hafnarmannvirkja allt til ársins 2004. Sé því ekki fallist á að gerð bryggjukantsins hafi ekki verið í samræmi við gildandi lög og reglur á slysdegi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is