Það sem ungum mönnum dettur til hugar

18.Janúar'08 | 14:37

stuttbuxur

Það var síðastliðið mánudagskvöld að ungur eyjamaður fór heiman frá sér og heim til kærustu sinnar þar sem hann ætlaði að gista um nóttina. Drengur þessi er þekktur fyrir mikla bjartsýni og hugdirfsku og fór hann því út á stuttbuxum og bol og sokkalaus í þokkabót. Þannig keyrði hann heim til stúlku sinnar þetta kvöld.
Morguninn eftir vaknaður drengurinn góði upp við það að snjóað hefði hressilega um nóttina. Bíll hans var fastur og nú voru góð ráð dýr. Sá þá drengurinn í fjarlægð bíl Björgunarfélags Vestmannaeyja þar sem þeir voru að losa annan bíl sem hafði fest sig. Tók þá drengurinn á það ráð að hlaupa út í snjóinn sokkalaus og í stuttbuxunum og bol. Ekki fylgir sögunni viðbrögð Björgunarsveitarmannanna þegar drengurinn kom hlaupandi í snjóum og bar upp erindi sitt. Björgunarsveitarmennirnir losuðu fyrir hann bílinn og komst drengurinn góði heim til sín á endanum. Heima hjá honum biðu hans svo buxur og annar klæðnaður sem gott er að fara í þegar kalt er í veðri.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.