Fréttatilkynning frá Reynistað, Volare ehf og Heimaey ehf.

18.Janúar'08 | 12:23
Volare ehf. og Heimaey ehf. hafa fest kaup á húsnæðinu við Vesturveg 10. Húsnæðið hefur um árabil hýst verslunina Reynistað en eigendur þess eru hjónin Geir Sigurlásson og Helga Gísladóttir. Húsið byggðu þau 1984.

Volare hefur lengi leitað að stærra húsnæði undir rekstur sinn en núverandi húsnæði við Vestmannabraut 36 er orðið of lítið, enda vöxtur fyrirtækisins stöðugur síðustu ár. Eins rekur Volare ehf. tvær verslanir, Volare við Vestmannabraut og Barnaborg á Heiðarvegi 9. Þær verslanir munu nú sameinast á nýjum stað á Vesturvegi 10. Með þessu næst að auka úrval og bæta þjónustu við bæjarbúa enn frekar.

 

Frá því Heimaey ehf hóf rekstur um mitt síðasta ár hefur það verið stefna eigandans, Guðjóns Hjörleifssonar að festa kaup á eigin húsnæði undir rekstur sinn sem farið hefur gríðarlega vel af stað og stefnt er að fjölbreyttari þjónustu í rými Heimaeyjar.
 
Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna telja að með þessum kaupum séu þau búinn að tryggja sér eitt besta verslunarhúsnæði sem miðbær Vestmannaeyja hefur upp á að bjóða.  Með vaxandi umsvifum á Baldurshagalóðinni þegar ný verslunarmiðstöð verður tekin í gagnið er að komast á miðbæjarkjarni sem lengi hefur verið beðið eftir í Eyjum.
 
Reynistaður hefur í hartnær þrjá áratugi þjónustað Eyjamenn með húsgögn.  Einnig rekur fyrirtækið húsgagnaverslun á Selfossi. 
 
Samið hefur verið um afhendingu 1. apríl næstkomandi.  Kaupverð er trúnarðarmál.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is