Ferðaklúbbur Eyverja heldur til Færeyja í dag

18.Janúar'08 | 08:29

Eyverjar

Í dag heldur Ferðaklúbbur Eyverja til Færeyja og muni Eyverjar ásamt öðrum ferðalöngum úr SUS aðstoða systurflokk Sjálfstæðisflokksins í Færeyjum á kjördag. Þetta er í annað sinn sem Ferðaklúbbur Eyverja halda til Færeyja en farið var þangað fyrir nokkrum árum og voru þá jarðgöng og fleira skemmtilegt skoðað.

Það eru um 5 Eyverjar sem fara fyrir hópnum en einnig ákváðu nokkrir SUS-arar ofan af fastalandinu að skella sér með til að aðstoða Fólkaflokkinn í Færeyjum. Hópurinn mun m.a. skoða sendiráð Íslands í Þórshöfn og skoða Þórshöfn og nágrenni.
Gert er ráð fyrir því að hópurinn komi aftur til Íslands á mánudaginn og munum við á eyjar.net fjalla meira um ferðina í máli og myndum í næstu viku.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.