Þá vantar bara að koma upp netþjónabúi í eyjum og þá er málið dautt

14.Janúar'08 | 16:28

Sigurjón Lýðsson

www.eyjar.net heldur uppteknum hætti og heyrir í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorf þau hafa til Vestmannaeyja.

Í dag eru það Sigurjón Lýðsson en Sigurjón er búsettur í Hafnarfirði og starfar sem tölvunarfræðingur hjá Microsoft á Íslandi.

Nafn: 
Sigurjón Lýðsson (1976)         

Fjölskylduhagir       
Giftur Þórey Ágústsdóttur (yngst barna Gústa frá Mjölni og Gunnu frá Sandfelli)         

Atvinna og menntun:     
Starfa sem tölvunarfræðingur hjá Microsoft Íslandi en er menntaður sem slíkur frá Háskólanum í RVK         

Búseta:         
Á stór Hafnarfjarðarsvæðinu         

Mottó:         
Margur er smár þótt hann sé Diddi dvergur         

Ferðu oft til Eyja ?     
Eins oft og ég get         

Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Engin spurning, allstaðar sem ég kem kynni ég mig sem Eyjamann enda stoltur af upprunanum

Tenging við eyjarnar í dag:   
Á móður, bróður (Ófeig) og systur (Dagmar Ósk). Svo eru það auðvitað Gunna og Gústi tengdó já og Lovísa Inga og Óli á Glófaxa :)   

Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ? 
Já ég geri það nú         

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Mér finnst hún alveg þokkaleg, uppgangur virðist mikill og jákvæður tónn virðist kominn aftur....sem er gott mál. Ég er á því að Elliði bæjarstjóri sé kjörinn maður í stöðu bæjarstjóra Vestmannaeyja (En Tóti í Geisla er kongurinn í Elliðaey ;-)

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Verslun og þjónusta fyrst og fremst, ef við tökum eitthvað annað en fiskiðnaðinn. Svo er bjórverksmiðja á leiðinni hjá Bjögga frænda sem er gott mál. Þá vantar bara að koma upp netþjónabúi þarna og þá er málið dautt ! Ég meina Farice liggur við Eyjarnar :)
          
Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna? 
Uppgangur og bullandi fjör og stemming         

Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja? (af hverju/af hverju ekki)
Já það er vel hugsandi enda toga heimahagar alltaf í         

Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum (af hverju/af hverju ekki)
Eins og staðan er þá starfa ég sem vefforritari og gæti því starfað frá Eyjum.         

Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Já engin spurning         

Eitthvað að lokum ?   
Vill bara koma baráttu kveðjum til samlanda minna þarna í Eyjum en samstaða er undirstaða okkar Eyjamanna.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.