Helstu verkefni lögreglu frá 1. til 7. janúar 2008.

8.Janúar'08 | 09:17

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið enda töluverður fjöldi fólks að skemmta sér eins og fylgir þessum árstíma. Hins vegar fór skemmtanahaldið að mestu leiti vel fram.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað í Höllinni aðfaranótt sl. sunnudags.  Þarna hafði orðið einhver ósætti á milli tveggja manna sem endaði með því að annar mannanna sló hinn.  Ekki var um alvarlega áverka að ræða.

Þrjú eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en í tveimur tilvikum var um að ræða rúðubrot, annað í bifreið sem stóð við Heiðarveg 13 en í hinu tilvikinu var um að ræða rúðubrot í Höllinni.  Þá var lögreglu tilkynnt um skemmdir á salernisaðstöðu á Skansinum. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki í þessum þremur tilvikum og óskar lögreglan eftir því að þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um gerendur hafi samband.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir brot á umferðarlögum í vikunni en um er að ræða hraðakstur, brot á reglum um framúrakstur og óheimila notkun á ljósabúnaði.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni og var um minniháttar óhöpp að ræða í báðum tilvikum og engin slys á fólki.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.