Maður ársins í Eyjum

7.Janúar'08 | 22:55

Vestmannaeyjahöfn

Blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum hefur valið útgerðarmenn í Vestmannaeyjum sem mann ársins. Athyglin beindist strax að útgerðarmönnum sem hafa sýnt það og sannað að þeir hafa trú á Vestmannaeyjum. Líka að þeir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að efla Eyjarnar með nýjum skipum og auknum aflaheimildum. Einnig hafa þeir lagt góðum málum lið.
„Ekki treystum við okkur til að taka einn útgerðarmann út úr og niðurstaðan er að útvegsbændur í Vestmannaeyjum eru Eyjamaður ársins 2007. Forsendurnar ættu að vera öllum kunnar. Hingað komu m.a. sex ný skip á árinu, Guðmundur, Vestmannaey, Bergey, Gullberg, Álsey og loks Dala Rafn. Þá eru a.m.k. þrjú skip í smíðum fyrir Eyjamenn," segir m.a. í forsendunum.

Þetta er góð niðurstaða hjá þeim Vestmannaeyingum. Útgerðarmenn þar hafa sýnt mikla djörfung með því að bæta skipakost sinn á mjög erfiðum tímum í sjávarútvegi. Þorskveiðiheimildir skornar niður um þriðjung, gengi krónunnar mjög óhagstætt útgerðinni og olíuverð í sögulegu hámarki.

Það er innbyggt í Eyjamenn að gefast ekki upp. Þeir standa saman og horfa fram á við, þegar sumir aðrir starfsbræðra þeirra eru að draga saman og jafnvel hætta starfseminni. Það er ljóst að framsýni útgerðarmannanna í Eyjum á eftir skila þeim sterkari en ella inn í framtíðina. Þeir verða með ný skip í útgerð þegar birta tekur á ný. Þá verða þeir betur í stakk búnir til þess en margir aðrir að auka þorskveiði, þegar kvótinn eykst á ný.

Það eru ýmis fleiri dæmi um framsýni. Hornfirðingar eru með tvö skip í smíðum, Ingimundur hf. í Reykjavík sömuleiðis. KG Fiskverkun á Rifi byggði nýtt fiskvinnsluhús í sumar og ætlar sér að auka umsvifin. Reyndar er það að sjálfsögðu svo að í flestum tilfellum var ákvörðun um skipakaup og húsbyggingar tekin áður en hinn mikli niðurskurður á þorskkvótanum lá fyrir, en það var líklega hægt að hætta við eða fresta framkvæmdunum.

Það er eftirtektarvert hvernig menn bregðast við þorskniðurskurðinum sem mun koma fram af fullum krafti þegar líður á þetta ár og svo næsta fiskveiðiár. Verði engin aukning á kvótanum fyrir næsta fiskveiðiár er ljóst að áfallið verður enn meira, því á þessu ári höfðu margir fyrirhyggju til þess að flytja veiðiheimildir frá síðasta fiskveiðiári yfir á þetta, til að draga úr áfallinum. Það geta menn ekki aftur.

Uppsagnir í fiskvinnslu í haust þurfa engum að koma á óvart. Flótti sjómanna í land á næstu misserum þarf engum að koma á óvart. Það er erfitt að bjóða fólki í sjávarútvegi upp á jafnlítið atvinnuöryggi og nú blasir við. Margir munu þurfa að leita í aðra vinnu í sumar standi hún þá til boða. Annars er lítið framundan nema launalaust þriggja mánaða sumarfrí. Við þessar aðstæður þarf það heldur ekki að koma á óvart að útlendingar séu í vaxandi mæli komnir um borð í íslenzku fiskiskipin. Ekki er minnzt á þá staðreynd til að kasta rýrð á útlendingana, heldur til að sýna fram á að Íslendingar fást ekki á sjóinn lengur. Hvernig skyldi standa á því?

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.