Grýla getur verið skelfilega erfið ef að hún missir af nágrönnum í sjónvarpinu

4.Janúar'08 | 09:27

Grýla Þréttandinn

Á morgun laugardag verður haldinn þrettándagleði ÍBV og hefst hún kl. 19:00. Jólasveinarnir verða að sjálfsögðu á staðnum og muni þeir félagar hlakka mikið til enda hjá flestum þeirra er þetta hápunkturinn á árinu.
Eyjar.net hitti einn af jólasveinunum þar sem hann var að undirbúa sig undir þrettándagleði ÍBV enda mikið sem þarf að klára fyrir svona hátíð.

Nafn:
Gáttaþefur Leppalúðason

Foreldrar:
Grýla og Leppalúði

Staða innan jólasveinanna:
ég er líklega með besta nefið af okkur bræðrum, ég er hnusandi og þusandi allan daginn.

Hvernig gengur undirbúningur fyrir þrettándann?
Hann gengur vel, Grýla baðaði okkur í gær og nú er verið að strauja sokkana okkar og ganga frá öllu propsinu. Svo þarf auðvitað að kíkja á kyndlana okkar og gera þá klára.

Hvernig gekk að gefa krökkunum í Vestmannaeyjum í skóinn?
Það gekk bara í alla staði frábærlega, það voru auðvitað sumir sem áttu að fá kartöflu og fengu hana. T.d. hefur einn ákveðinn drengur verið til vandræða síðustu ár, þannig að ég fyllti skóinn hans af kartöflumús og hann hefur verið góður síðan.

Er mikil ánægja hjá ykkur að taka þátt í þrettándagleði ÍBV?
Sko, ég ætla að segja þér það að ÍBV er liðið okkar. Þú ættir að sjá t.d hann Stúf. Hann er ótrúlegur íþróttamaður, hann gæti sko skorað mörkin. Við líka sjáum alltaf úr fjallinu alla leiki hjá ÍBV.

Hvernig foreldrar eru Grýla og Leppalúði?
Þau er alveg ágæt sko við okkur, stundum taka þau kast á okkur bræðurna og þá er illt í efni. T.d. getur Grýla verið skelfilega erfið ef að hún missir af nágrönnum í sjónvarpinu, þegar það gerist förum við bræður í burtu og látum Leppalúða sjá um þann pakka.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.