Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar

4.Janúar'08 | 10:46

Jóhann Örn

Eins og daglegir lesendur þessarar síðu hafa eflaust tekið eftir þá hefur ekki verið mikið um blogg síðasta mánuðinn. Enda fór sá mánuður í að hafa það gott í prófunum og éta á sig gat á hinu farsæla fróni yfir jólin. En við erum enn á lífi og höfum það gott. Prófin gengu ágætlega og hef ég fengið eina einkunn sem ég er bara svona temmilega sáttur við, miðað við það hvað prófið var leiðinlegt.

Síðan er það skyldumæting í hið stórkostlega fag Eksperter i Team þann 9.janúar sem rekur okkur til baka þann sjöunda. Það fag er þverfaglegt skildufag þar sem rætt er og skrifað um eitthvað þema, og fékk ég það sem ég valdi í fyrsta sæti, Hjem i fare. Þar mun ég ræða um þær hættur sem heimilum stafa af náttúrunni ásamt fólki með jafnvel fimm háskólapróf. Sálfræði, félagsfræði, uppeldisfræði, stjórnmálafræði og kennsluréttindi. Já ég uppgötvaði Næturvaktina í jólafríinu.

Jólin hafa annars verið góð og höfum við lifað eins og kóngar yfir hátíðarnar. Verður gott að komast á gönguskíðin og ganga af sér spikið. Síðan er líka EM í handbolta á næstu grösum og eiga því kvíðaköstin eflaust eitthvað eftir að hafa áhrif á kappan næstu vikurnar þar sem ég er tapsár með eindæmum.

Jæja ég ætla að fara að háma í mig eftirréttinum og setjast svo í sófan og fá mér einn bjór, með tærnar upp í loftið og horfa á sjónvarpið.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is