Framkvæmdir við Landeyjahöfn hefjast

4.Janúar'08 | 11:10

Bakkafjara

Vinna við að undirbúa ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru er í fullum gangi og segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, að framkvæmdir fyrir höfnina í Bakkafjöru muni hefjast á næstu dögum. Siglingar hefjast svo árið 2010.

Ný ferja, svipuð Herjólfi, verður smíðuð á undirbúningstímanum en ráðgert er að hún muni taka um 50 til 55 bíla og 300 til 350 farþega.

Heildarkostnaður er áætlaður 5,6 milljarðar króna. Þar af er kostnaður smíði á ferju áætlaður tæpir 1,8 milljarðar. Lagður verður nýr rúmlega ellefu kílómetra langur vegur frá Suðurlandsvegi að Bakkafjöru og er áætlað að lagning hans kosti um 450 milljónir. Hann mun stytta leiðina að Bakkafjöru um 18 kílómetra fyrir þá sem koma austan að en tvo kílómetra fyrir þá sem koma vestan frá.

Þá er áætlað að rúmlega 3,4 milljörðum verði ráðstafað til hafnargerðar, hönnunar varnargarða og skjólgarða, til dýpkunar og uppbyggingu fyrir aðstöðu á svæðinu.

„Nú er búið að opna fyrir útboð á smíði og rekstri skipsins en fjögur fyrirtæki komust í gegnum forvalið," segir Elliði. „Það eru Eimskip, Samskip, Nýsir og svo hópur heimamanna undir forystu Vinnslustöðvarinnar og bæjarins.

Þetta mun þýða að farnar verða sex til átta ferðir á dag sem taka hálftíma í stað tveggja til þriggja ferða nú sem taka um þrjár klukkustundir. Ég vil meina að þessi samgöngubót hafi sömu þýðingu fyrir okkur og það hefði fyrir Ísfirðinga ef Ísafjörður yrði færður til Borgar­fjarðar."

Elliði segir að nú þegar hafi eftirspurn eftir lóðum á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum stórlega aukist. „Menn sjá náttúrlega möguleikana, það tekur um tólf tíma að sigla til Reykjavíkur en þegar þessi leið opnast verður hægt að koma varningi mun fljótar á milli. Og ef Kjalarvegur verður opnaður aukast möguleikarnir enn frekar."

Fyrirhuguð höfn hefur fengið vinnuheitið Landeyjahöfn og segir Elliði líklegt að það verði og formlegt heiti hennar þegar fram líða stundir.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is