Útgerðarmenn í eyjum valdir Eyjamaður ársins 2007

2.Janúar'08 | 18:28
Í dag tilkynntu Fréttir val þeirra á Eyjamanni ársins, viðurkenningu á framlagi til íþróttamála og viðurkenningu á framlagi til menningarmála. Eyjamaður ársins var valinn útgerðarmenn í Vestmannaeyjum. Á árinu komu sex ný skip til Vestmannaeyja og eru a.m.k. eru þrjú skip í smíðum fyrir útgerðir í Vestmannaeyjum. Á meðan útgerðir í landinu eiga undir högg að sækja hafa útgerðarmenn í eyjum blásið til sóknar.

Fimleikafélagið Rán fékk viðurkenningu fyrir framlag til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Rán er með öflugt starf og verður félagið 20 ára í nóvember næstkomandi. Á síðasta ári hélt félagið stórt fimleikamót í Vestmannaeyjum og félagið eignaðist Íslandsmeistara í fimleikum.

Fyrir framlag til menningarmála fékk félag um Tyrkjaránssetur viðurkenningu en félagið vinnur að opnun á Tyrkjaránssetri í Vestmannaeyjum. Félagið efndi á árinu 2007 til minningardaga um Tyrkjaránið en á árinu voru 380 ár frá því að ránið átti sér stað.

Margrét Lára Viðarsdóttir fékk sérstaka viðurkenningu frá Fréttum. Margrét hefur á síðasta ári sópað að sér viðurkenningum eins og knattspyrnukona ársins, íþróttamaður Vals, markahæsti leikmaður Íslandsmótsins, sló markamet Íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og fyrir áramót var hún valin Íþróttamaður ársins.

Bjarni Sighvatsson og Leifur Ársælsson voru heiðraðir sérstaklega en þeir félagar hafa farið fyrir hópi gefenda að nýjum búnaði á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum.

Myndir frá afhendingu Fréttapýramídans má sjá hér

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).