Björgunarfélag Vestmannaeyja ræst út í nótt

30.Desember'07 | 11:53

Björgunarfélag

Klukkan 03:49 í nótt fengu félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja óveðursútkall þar sem klæðning hafði losnað af húsnæði á Strembugötu. Um 20 meðlimir félagsins á útkallslista mættu þegar kallið kom og vel gekk að festa klæðninguna aftur. Félagar Björgunarfélagsins voru svo með vakt það sem af var nætur.

 


Í samtali við eyjar.net sagði Adólf Þórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja að félagið hafi undirbúið sig vel í gærkvöldi og því hafi tekið skamman tíma að bregðast við þegar útkallið kom í nótt. En félagar Björgunarfélagsins standa einmitt vaktina þessa dagana á flugeldamarkaði Björgunarfélagins við Faxastíg.

Myndir frá útkalli Björgunarfélagsins má sjá hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.