Margrét íþróttamaður ársins

28.Desember'07 | 20:20

Margrét Lára

Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona úr Val var í kvöld útnefnd íþróttamaður ársins 2007 af Samtökum íþróttafréttamanna.

Margrét Lára, sem er 21 árs og fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, er fjórða konan sem hlýtur þessa útnefningu á 52 árum. Hún setti nýtt markamet á Íslandsmótinu þegar hún skoraði 38 mörk fyrir Val, sló markamet A-landsliðsins og skoraði í sigurleikjum Íslands gegn tveimur af tíu bestu landsliðum heims, Frakklandi og Kína. Þá lék hún stórt hlutverk með Val sem náði langt í Evrópukeppninni.

Röð tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins varð sem hér segir:

1. Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna
2. Ólafur Stefánsson, handknattleikur
3. Ragna Ingólfsdóttir, badminton
4. Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur
5. Birgir Leifur Hafþórsson, golf
6. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
7. Örn Arnarson, sund
8. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna
9. Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleikur
10. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.