Jói í Eyjatölvum tekur fram takkaskóna eftir 20 ára fjarveru

28.Desember'07 | 11:59

Vestmannaeyjabær

www.eyjar.net fengu í dag tölvupóst frá konu sem kallar sig Völvu og vildi hún koma eftirfarandi spádómi að fyrir árið 2008. Völvan hefur miklar og góðar gáfur í að sjá fram í tímann og hefur hún nýtt sér þetta fram til þessa til að sjá t.d. lottótölur og sigra í íþróttum, en árangurinn hefur samt sem áður látið á sér standa. Eyjar.net þakkar Völvu kærlega fyrir spádóminn fyrir árið 2008 en við bendum samt á að ekki ber að taka hann alvarlega né reyna að lifa eftir honum.

Af stjórnmálum:
Árið 2008 verður viðburðarríkt fyrir eyjamenn nær og fjær. Fremstur í flokki eyjamanna fer bæjarstjórinn Elliði sem nýtur nú þeirrar athygli sem hann fær frá eyjamönnum enda hefur hann verið í skugga Svavars bróður síns síðustu ár. Af öðrum í bæjarstjórninni má sjá áframhaldandi fýlu í kringum Pál Scheving og einkennist sú fýla af fiskimjöli en ekki af stjórnmálum enda eru minni- og meirihluti saman í saumaklúbb og öll dýrin í skóginum miklir vinir.

Árni Johnsen þingmaður mun halda áfram að grafa göng sín til eyja en hann hefur undanfarið verið staddur á Bakkafjöru með skóflu sem hann keypti hjá Friðfinni í Eyjabúð á tilboði. Frá því að Árni Johnsen keypti þessa skóflu hefur lítið til hans sést í ræðustól á þingi og gert er ráð fyrir því að Skapti Örn muni aðstoða hann næstu vikurnar.

Af íþróttum:
ÍBV mun sigra 1.deildina í fótbolta næsta sumar en þar mun skipta miklu máli að Jói í Eyjatölvum ákvað að taka fram takkaskóna hans Ómars frænda síns og byrja að spila fótbolta eftir 20 ára fjarveru. Einnig sé ég Kidda Gogga koma sterkan inn í sóknina og mun hann setja mark sitt á sumarið.
Byggingu knattspyrnuhúss verður frestað til 2020 en í staðinn verður reist kúlutjald þar sem hægt verður að keppa í maður á mann fótbolta.

Samgöngumál:
Georg Eiður mun áfram spá í ófærð á Bakkafjöru og vegna gríðarlegrar þekkingar Gogga á sjólagi mun Siglingamálastofnun bjóða honum starf sem við hafnarvörslu á Bakka og mun Goggi sigla á Blíðu VE í vinnu á hverjum morgni.
Nýr Herjólfur mun koma til Vestmannaeyja á árinu en því miður verður sá Herjólfur ekki skip heldur sjómaður.


Menningarmál:
Menningarmál verða í miklum blóma á árinu 2008. Guðmundur organisti mun gefa út tónlist Árna Johnsen leikna á orgel og verður Stórhöfðasvítan leikin á orgel tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2008. SigurRós mun halda tónleika í gíg Eldfells og mun Kristín Jóhannsdóttir spila á skeiðar og mandólín með SigurRós við það tækifæri.

Veður og vindar:
Á árinu 2008 má búast við eitthvað af þoku og eitthvað af rigningu og eitthvað af logni er í kortunum.

Með ósk um gleðilegt ár
kveðja
Völva eyjamær

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).