Lítill fugl stöðvar jólahaldið

27.Desember'07 | 08:54

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fjölskylda í Vestmannaeyjum fékk óvænta heimsókn á aðfangadagskvöld þegar labradorhundurinn Brjánsi bauð haftyrðli heim í jólastemminguna.

Hundurinn, sem vanur er að hjálpa til við að ná og sleppa lunda­pysjum hafði farið út að viðra sig með eiganda sínum þegar örþreyttur haftyrðill varð á vegi þeirra. Þreyta fuglsins gerði það að verkum að hundurinn átti auðvelt með að fanga hann og það án þess að særa nokkuð.

Haftyrðlar eru alfriðaðir, sjaldséðir og minnstir fugla af ætt svartfugla. Verpa þeir aðeins mjög norðarlega og til Íslands berast þeir helst sem flækingsfuglar frá Grænlandi. Þeir lifa á rækjum og smákrabbadýrum en húsráðendur í Eyjum áttu ekkert slíkt góðgæti til og gáfu gestinum þess í stað lýsi.

Allir á heimilinu gerðu sitt til að bjarga fuglinum og má með sanni segja að þessi litli fugl hafi stöðvað jólahaldið á heimilinu enda ekki á hverjum degi sem jólagjöf kemur af himnum ofan.

Samkvæmt ráðum Kristjáns Egilssonar, safnvarðar Náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum, var fuglinum svo sleppt í sjóinn í Viðlagafjöru.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.