Milljarða þakkir fyrir Eyjajól

23.Desember'07 | 10:49

Kaffihúsakórinn

Í gærdag skellti ég mér á tónleika í Hvítasunnukirkjunni með Kaffihúsakórnum og Óskari og Laugu. Umgjörðin sem tók á móti tónleikagestum var glæsileg og greinilegt var frá upphafi að mikill metnaður hafði verið lagður í verkið allt. Sviðsmyndin var öll hin glæsilegasta og myndaði sterka heild utan um hljómsveitina og kórinn upp á sviðinu.

Hver flytjandi flutti sitt lag með miklum sóma og glæsibrag og frá fyrsta lagi sá maðurinn í hvað stemmdi. Hápunkturinn fyrir mig á þessum tónleikum var þegar Silja Elsabet söng. Þarna er á ferðinni söngkona með mikla hæfileika, útgeislun og rödd sem að margar söngkonur myndu vilja hafa.
Útsetningar Óskars voru frábærar og boðskapurinn skilaði sér alla leið. Myndbrotin sem sýnd voru á milli laga settu skemmtilegan svip á tónleikana.

Það að fá að fara á tónleika í þessum gæðaflokki eru forréttindi. Í dag þegar allt snýst um hagnað eða tap í milljörðum þá var hagnaður minn af þessum tónleikum mikill og ég tel ég hann sjálfsagt í milljörðum. Allir listamennirnir sem þarna lögðu sitt af mörgum sýna hversu mikið af hæfileikaríku fólki býr í eyjum eða kemur frá eyjum.

Óskar, Lauga og Kaffihúsakórinn, milljarða þakkir fyrri mig. Ég tek Eyjajólin með mér frá Vestmannaeyjum í dag á höfuðborgarsvæðið.

Kjartan Vídó

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.