Umsóknir um fjárhagsaðstoð eru á annan tug fyrir þessi jól
20.Desember'07 | 08:01Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á séra Kristján Björnsson varðandi helgihald í Landakirkju yfir hátíðirnar og út í þá staðreynd að í Vestmannaeyjum eru einstaklingar og fjölskyldur sem þurfa fjárhagsaðstoð og matargjafir fyrir jólin.
Hvernig verður helgihaldi háttað í Landakirkju yfir jólahátíðina?
Þorláksmessa, 23. desember:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfsins. Ljósið tendrað á Englakertinu á aðventukransinum.
Aðfangdagur jóla 24. desember:
Helgistund í Kirkjugarðinum kl. 14.00
Aftansöngur kl. 18.00
Hátíðarsöngvar og jólasálmar.
Jólanótt 24. desember:
Helgistund á jólanótt kl. 23.30
Jóladagur 25. desember:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Lúðrasveit Vestm. leikur jólalög frá kl. 13.30.
Annar dagur jóla, 26. desember:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00
Guðsþjónusta á Hraunbúðum kl. 15.15
Guðsþjónusta á Sjúkrahúsinu kl. 15.15
Fjórði dagur jóla, föstudagur 28. desember:
Jólatréssamkoma í Safnaðarheimilinu kl. 16.00
Gamlársdagur 31. desember:
Aftansöngur kl. 18.00
Nýársdagur 1. janúar 2008:
Hátíðarmessa með altarisgöngu kl. 14.00
Þrettándi dagur jóla, sunnudagur 6. janúar:
Guðsþjónusta í Stafkirkjunni kl. 11.00
Er mikil þátttaka sóknarbarna í dagskrá Landakirkju yfir jólahátíðina?
Fjöldi fólks sækir jafnan Landakirkju um jól og áramót, þótt kirkjusóknin sé vitanlega mest á aðfangadag, jólanótt og jóladag. Það má ætla að það komi ekki færri en 600 manns í þessar þrjár guðsþjónustur til samans. Nokkur hundruð manns koma auk þess saman á bænastund á aðfangadag í Kirkjugarðinum. Við vonumst til að sjá góða þátttöku í sunnudagaskólanum á Þorláksmessu þar sem tekið verður á móti söfnunarbaukum til Hjálparstarfsins.
Fyrir hver jól er mikil umræða stöðu fátækra á Íslandi og er starfs Mæðrastyrksnefndar áberandi í fjölmiðlum, verðið þið prestar Landakirkju vör við sára fátækt einstaklinga í Vestmannaeyjum?
Því miður eru of margar fjölskyldur illa settar fyrir þessi jól en þar eru öryrkjar í meirihluta. Þetta er sláandi í allri velmegun okkar því kjör öryrkja og atvinnulausra eru slæm. Og það er sárt að sjá örorkubæturnar skertar vegna tekna maka, sem í sumum tilfellum eru líka öryrkjar. Þetta rangláta bótakerfi er sem betur fer í lagfæringu og er breytinga að vænta á næsta ári. Það breytir því ekki að kjör þessi hafa verið til smánar í mörg ár. Það eru til foreldrar sem hafa innan við 100 þúsund í tekjur á mánuði, en það er að mínu viti vel undir öllum viðmiðunum á framfærslu.
Er mikið leitað til kirkjunnar eftir fjárhagsaðstoð fyrir jólahátíðina?
Leitað hefur verið til okkar prestanna með stuðning og höfum við sótt um matarúttektir til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar. Þessar umsóknir eru á annan tug fyrir þessi jól.
Ef að einstaklingar eða fyrirtæki vilja styrkja þá sem minna mega sín í Vestmannaeyjum hvert geta þeir snúið sér?
Þá er einnig til sjóðurinn Barnaheill í Vestmannaeyjum, sem varð til við útgáfu á Sögu Týs í fyrra. Úr honum hefur verið veitt til sjö barnafjölskyldna í Eyjum. Þessum sjóð er reyndar einnig ætlað að kaupa lækningatæki á spítalann okkar. Keyptur verður búnaður til bráðamóttöku barna, svokallað Brown teppi, og keypt verða mælitæki til ungbarnaverndar á Heilsugæslunni. Sóknarprestur Landakirkju er umsjónarmaður sjóðsins.
Líknarfélög hafa verið liðtæk í þessari aðstoð líka og munar um minna þegar styrktarsjóðir góðgerðarfélaganna greiða út til þeirra sem standa verulega höllum fæti fyrir jólin.
Ein hjálparleið bættist óvænt við þetta, en það voru útskriftarnemar úr Fjölbrautaskólanum sem gáfu til barnafjölskyldna afganginn af útskriftarsjóð sínum. Sóknarpresturinn tók einnig við þeim sjóð og er hægt að koma til hans ábendingum varðandi útdeilingu á þeim peningum.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).