Gunnar Jónsson hættir eftir 35 ára starf hjá Vestmannaeyjabæ

20.Desember'07 | 10:14

ráðhúsið

Á morgun föstudag hættir Gunnar Jónsson störfum hjá Vestmannaeyjabæ en Gunnar hefur starfað hjá Vestmannaeyjabæ frá árinu 1972. Af því tilefni bauð Vestmannaeyjabær til kaffisamsætis í gær þar sem Gunnari voru færðar gjafir og þakkir frá sveitarfélaginu og samstarfsfólki.
Vestmannaeyjabær færði Gunnari þakklætisvott fyrir störf sín og afhenti Elliði Vignisson bæjarstjóri Gunnari málverk eftir Guðjón Ólafsson í Gíslholti að gjöf.

Mikla lukku vakti ljóðakorn sem starfsmenn sömdu til heiðurs Gunnari.  Það hljóðar svo:

Gunnar  Stefán Jónsson.

Sumir völdin vildu fá.
Aðrir strax þeir fóru frá.
Gunnar kyrr á sínum stað,
sagði aldrei orð um það.

Lengi sat í sínum stól,
skilið á hann lof og hól.
Hug og hjörtu allra vann,
hugljúfi, já það er hann.

Gunnar Jónsson fer nú frá,
fráhvarfsverki munum fá.
Skilur eftir auðan blett,
eins og vanti Heimaklett.
.
                                     Kveðja frá samstarfsfólki.

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.