Tókst ekki að kaupa 35% í Vinnslustöð

19.Desember'07 | 19:18

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, segir að meginástæða þess að kauprétturinn á bréfum Stillu hafi ekki verið nýttur sé sú að ekki hafi tekist að uppfylla meginskilyrði Ísfélagsins og Kristins ehf. um að auka hlutinn í Vinnslustöðinni í 35%, ekki aðeins að kaupa 32% hlut Stillu og tengdra félaga.

„Við gerðum tilboð í hlut Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, sem við höfðum góðar vonir um að fá keyptan, en lífeyrissjóðurinn tilkynnti okkur um að hann myndi ekki selja. Í gærkvöldi varð ljóst að við myndum því ekki ná þessu 35% marki, sem var algjört skilyrði af okkar hálfu. Því ákváðum við ekki að fara lengra með málið," segir Gunnlaugur Sævar.

Önnur helstu skilyrði Ísfélagsins og Kristins fyrir nýtingu kaupréttarins voru fjármögnun á kaupunum og samkomulag við stjórnendur Vinnslustöðvarinnar um framtíðarrekstur fyrirtækisins. Gunnlaugur Sævar segir fjármögnunina ekki hafa verið vandamál en hitt hafi verið í vinnslu. Ágætur andi hafi verið í viðræðum við forráðamenn Vinnslustöðvarinnar.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.