Helstu verkefni lögreglu frá 10. til 17. desember 2007.

18.Desember'07 | 16:13

Lögreglan,

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þá mest í kringum rannsókn á bruna í Fiskiðjunni og í kringum dansleik sem haldin var aðfaranótt sl. sunnudags í Týsheimilinu.

Þá þurfti lögreglan að aðstoða fólk vegna óveðurs sem geisuðu hér í sl. viku en nokkuð var um að lausir munir fuku og eins losnuðu þakplötur af húsum. Engin slys urðu á fólki í þessum veðrum sem gengu yfir Eyjarnar í sl. viku.

Þegar hefur verið gerð grein fyrir brunanum í Fiskiðjunni í fjölmiðlum og verður það mál ekki tíundað frekar hér.

Tvær líkamsárásir voru kærðar eftir skemmtanahald helgarinnar og var önnur í Týsheimilinu en þar lenti dyravörður í átökum við einn af gestum staðarins sem endaði með því að ein tönn í honum brotnaði.  Hin árásin átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum en í þvi tilviki lentu tveir gestir í átökum og hlaut annar þeirra manna áverka í andlti eftir þau viðskipti.

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum óska Eyjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og hvetur fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr um hátíðarnar.

 

 

 

 

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.