Helstu verkefni lögreglu frá 10. til 17. desember 2007.

18.Desember'07 | 16:13

Lögreglan,

Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þá mest í kringum rannsókn á bruna í Fiskiðjunni og í kringum dansleik sem haldin var aðfaranótt sl. sunnudags í Týsheimilinu.

Þá þurfti lögreglan að aðstoða fólk vegna óveðurs sem geisuðu hér í sl. viku en nokkuð var um að lausir munir fuku og eins losnuðu þakplötur af húsum. Engin slys urðu á fólki í þessum veðrum sem gengu yfir Eyjarnar í sl. viku.

Þegar hefur verið gerð grein fyrir brunanum í Fiskiðjunni í fjölmiðlum og verður það mál ekki tíundað frekar hér.

Tvær líkamsárásir voru kærðar eftir skemmtanahald helgarinnar og var önnur í Týsheimilinu en þar lenti dyravörður í átökum við einn af gestum staðarins sem endaði með því að ein tönn í honum brotnaði.  Hin árásin átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum en í þvi tilviki lentu tveir gestir í átökum og hlaut annar þeirra manna áverka í andlti eftir þau viðskipti.

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum óska Eyjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og hvetur fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr um hátíðarnar.

 

 

 

 

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.