Ekki áframhaldandi gæsluvarðhald vegna bruna í Eyjum

17.Desember'07 | 17:07

slökkvilið

Ekki verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður eru um að hafa kveikt í húsnæði Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum fyrir helgi.

Maðurinn var handtekinn á föstudag eftir í ljós kom að hann hefði verið í húsinu skömmu áður eldsins varð vart. Hann hefur hins vegar staðfastlega neitað því að hafa kveikt í húsinu og var sleppt að lokinni skýrslutöku um fjögurleytið í dag.

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum verður rannsókn málsins haldið áfram en hún hefur tekið skýrslu af fjölda manns vegna þess. Lögregla biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um brunann, hversu smávægilegar sem þær eru, að hafa samband.

Unglingar hafa haft húsnæði Fiskiðjunnar til afnota, meðal annars til hljómsveitaræfinga, en til stóð að loka því í dag þar sem unglingar voru farnir að safnast þar saman til áfengis- og fíkniefnaneyslu.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.