Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna bruna

16.Desember'07 | 08:17

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði nú síðdegis mann þann sem lögreglan í Vestmannaeyjum heftur haft í haldi í gæsluvarðhald til mánudags 17. desember.
Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum síðan í gær vegna rannsóknar á brunanum í Fiskiðjunni aðfaranótt s.l. föstudags.

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri hefur sagst hafa verið í húsinu skömmu áður en eldur varð þar laus, en hefur neitað að hafa kveikt þar eld.  Rannsókn hefur leitt í ljós að hann yfirgaf húsið um svipað leyti og tilkynnt er um brunann.

Rannsókn málsins er fram haldið af fullum krafti og mun rannsóknarlögreglumaður frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi koma til Eyja í kvöld til aðstoðar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.