Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna bruna

16.Desember'07 | 08:17

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði nú síðdegis mann þann sem lögreglan í Vestmannaeyjum heftur haft í haldi í gæsluvarðhald til mánudags 17. desember.
Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum síðan í gær vegna rannsóknar á brunanum í Fiskiðjunni aðfaranótt s.l. föstudags.

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri hefur sagst hafa verið í húsinu skömmu áður en eldur varð þar laus, en hefur neitað að hafa kveikt þar eld.  Rannsókn hefur leitt í ljós að hann yfirgaf húsið um svipað leyti og tilkynnt er um brunann.

Rannsókn málsins er fram haldið af fullum krafti og mun rannsóknarlögreglumaður frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi koma til Eyja í kvöld til aðstoðar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is