Jólapartý Minniboltans

14.Desember'07 | 14:20

ÍBV karfa

Á morgun laugardag, er glæsilegt jólapartý hjá Minniboltanum. Verður farið í ýmsa skotleiki eins og troðslu, víta og 3ja stiga keppni sem og hörku þrautakeppni verður í gangi. Einnig verður farið í stingerkeppni og verða flott verðlaun fyrir hinar og þessar þrautir. Dregið verður í happdrætti og einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu mætingarnar það sem af er tímabili. Pöntuð verður pizza og gos og verður skemmtunin pottþétt í hámarki. Allir mæta í einhverju tengt jólunum, s.s. hvít og rauð þema og geta krakkarnir komið með snakk eða bland í poka með sér enda laugardagur.

Dagskráin byrjar á slaginu 10:30 og er til tæplega 14:00. Mælum með að leikmenn mæti tímanlega og er foreldrum velkomið að fylgjast með.

Er Bjössi þjálfari búinn að fá góða aðstoðarmenn með sér á morgun en þetta eru þeir: Alexander Jarl Þorsteinsson 9.fl, Tómas Orri Tómasson 8.fl og Kristján Tómasson 10.fl og M.fl
 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.