Rekstur málefna fatlaðra skilað til ríkisins?

12.Desember'07 | 19:59

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Frá árinu 1997 hefur Vestmannaeyjabær verið með þjónustusamning við ríkið um rekstur málaflokks fatlaðra. Síðasti þjónustusamningur sem var til 4ra ára rann út síðustu áramót og enn hafa ekki náðst samningar um rekstur málaflokks fatlaðra milli Vestmannaeyjabæjar og félagsmálaráðuneytisins.

Mikið ber á milli rekstrarkostnaðar Vestmannaeyjabæjar vegna þessa mikilvæga málaflokks og framlags ráðuneytisins. Núverandi framlög ríkisins vegna þessa málaflokks gera ráð fyrir niðurskurði á þjónustu langt umfram það sem Vestmannaeyjabær telur forsendur fyrir.

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um málið í hádeginu í gær og í bókun ráðsins segir: Vestmannaeyjabær hefur ekki vilja til að skerða þjónustu við fatlaða og vill fremur vinna að því að ná markmiðum ráðuneytisins í málefnum fatlaðra og efla núverandi þjónustu. Því telur bæjarráð ekki lengur forsendur fyrir frekari viðræðum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera félagsmálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu og hefja tafarlaust vinnu við að ríkið taki á ný við rekstri málaflokks fatlaðra.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.