105.000 tonn af síld veidd í Grundarfirði

12.Desember'07 | 06:23

tobbi

Síldveiðiflotinn er búinn að veiða tvo þriðju af útgefnum síldarkvóta. Þessi afli hefur nær allur veiðst á litlu svæði í Grundarfirði. Margir bátar eru langt komnir með kvótann. Hafrannsóknastofnun er við rannsóknir í firðinum en í fyrra mældi stofnunin gífurlegt magn síldar á því svæði sem nú gefur ævintýralega veiði.
Samkvæmt tölum Fiskistofu er síldveiðiflotinn búinn að veiða 105 þúsund tonn af síld á þessari vertíð. Af þeim nítján skipum sem hafa beitt sér af krafti eru ellefu sem eru langt komin með kvóta sína. Fjöldi síldarbáta hefur verið við veiðar á firðinum síðustu daga, líkt og verið hefur síðan í októberbyrjun. Hafa allt að fimmtán bátar verið við veiðar á sama tíma, á litlu svæði nálægt landi. Mörg skipin kasta á svo grunnu vatni að þau festa og rífa veiðarfærin sem helst hefur verið til að spilla fyrir nokkuð þægilegri vertíð. Áhafnir skipanna almennt fagna því að ganga að síldinni vísri inn á firði þar sem skjól er fyrir veðri og vindum. Útgerðir skipa sem landa afla sínum á höfnum á Austurlandi efast þó um að útkoma vertíðarinnar gefi mikið í aðra hönd þar sem langar siglingar eru mjög kostnaðarsamar.

Hafrannsóknastofnun er nú við mælingar á Grundarfirði en í fyrra mældi stofnunin 618 þúsund tonn af fullorðinni síld í Grundarfirði.
Hrygningarstofninn mældist um 750 þúsund tonn svo megnið af fullorðinni síld á Íslandsmiðum var í Grundarfirði. Hvað þessu veldur er óútskýrt en til marks um hversu sérstakar aðstæður mæta síldarsjómönnum í Grundarfirði þá hefur Hafrannsóknastofnunin þurft að fá trillur til að vinna hluta verksins og menn með þekkingu til að sigla milli skerja og upp í harða fjöru til mælinga. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór út í gær til að halda áfram mælingum á svæðinu en niðurstöður eru ekki væntanlegar strax.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is