Hver er þessi Guð?

11.Desember'07 | 19:57

Helgi Ólafsson, VKB

Mér var sögð eftirfarandi saga sem hún væri sönn, og hef ég enga ástæðu til að rengja sögumanninn. En svo var að einn daginn pikkaði ungur drengur í móður sína og spurði hvernig hárið á Guð væri, hvort það væri slétt eða krullað. Þetta var svo sem ekkert óvanalega spurning, enda fjölskyldan trúuð, og trúmál mikið rædd á heimilinu. Eftir stutta umhugsun sagði móðirin syni sínum að Guð hefði bæði slétt hár og krullað. Þar með var fróðleiksfýsi drengsins ekki svalað, því hann spurði að bragði:
En mamma, hvort er Guð svartur eða hvítur?". Móðirni hugsaði sig um örskotstund og svaraði því svo til að Guð væri bæði hvítur og svartur. Þá spurði stráksi: „En mamma, hvort er Guð karl eða kona?". „Hann er bæði" svaraði móðirin um hæla. Þá kom undarlegur en spekingslegur svipur á þann stutta sem spurði þá móður sín „Mamma, er Michael Jackson Guð?".

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.