Ég velti fyrir mér hvort menn ættu að skoða alvarlega að meistaraflokkar ÍBV í fótbolta og hugsanlega handbolta líka æfðu að mestu leyti í RVK

10.Desember'07 | 07:01

jóhannes

www.eyjar.net heldur uppteknum hætti og heyrir í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorf þau hafa til Vestmannaeyja.

Í dag eru það Jóhannes Egilsson en Jóhannes er búsettur í Garðabæ og starfar sem kynningarstjóri Stöðvar 2

Nafn:
Jóhannes Egilsson (1977)

Fjölskylduhagir:
Í sambúð  með Sigþrúði Ármann og saman eigum við eina dóttur, Ernu Maríu Ármann.

Atvinna og menntun:
Kynningastjóri Stöðvar 2
BSc í alþjóðamarkaðsfræði

Búseta:
Garðabær

Mottó:
Ekkert sérstakt

Ferðu oft til Eyja
Já ég tel mig fara nokkuð oft, ca. annan hvern mánuð í helgarheimsóknir og svo tek ég lengri tíma  yfir helstu hátíðirnar, áramót, páska, sumar og þjóðhátíð. 

Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í Eyjum?
Alveg örugglega, ég tel að allt umhverfi sem þú elst upp við og býrð við hljóti að móta einstaklinginn á einn eða annan hátt.  A.m.k skipa Eyjarnar stóran sess í mínu lífi og það eru helst, maki, tengdafólk og samstarfsfólk sem koma auga á Eyjamanninn í mér.  Fyrir mér eru þetta bara eðlilegir hlutir.

Tenging við eyjarnar í dag:
Foreldrar, amma og afi, stórfjölskyldan og að sjálfsögðu vinir.

Fylgistu með því sem er að gerast í Eyjum ?
Já, fer reglulega inn á eyjavefina auk þess sem ég er áskrifandi að Fréttum.

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
 Ég get ekki betur séð en að hún sé nokkuð góð.  Ég finn fyrir mun meiri jákvæðni en oft áður.  Það er hækkandi verð á húseignum, talsvert byggt og mikið að gera hjá iðnaðarmönnum.  Ísfélagið og Vinnslustöðin standa vel, sala bæjarins á hlut sínum í HS hefur hjálpað mikið til við að lækka skuldir og hagræðing í skólakerfinu virðist vera að skila góðum árangri. 

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Með bættum samgöngum opnast margir möguleikar:
-       Í ferðaþjónustu, t.d. að auka straum ferðamanna til Eyja yfir vetrarmánuðina
-       Það eru klárlega sóknarfæri að ná fólkinu okkar aftur til Eyja eftir nám, það vantar bara svörin við því hvernig.
-       Sækja fólk til Eyja með markvissum markaðsaðgerðum, rétt eins og fyrirtæki selur sínar vörur.  Framhaldsskólinn má markaðssetja sig betur til að laða til sín nemendur utan Vestmannaeyja. 
-       Bærinn mætti hugsanlega gera meira af því að auglýsa bæinn sem slíkan og sýna fram á kosti hans, fjölskylduvænn, góðir leikskólar, skólar, þjónusta mikil. Þú græðir ca 2-3 klukkutíma á sólarhring á að búa í Eyjum m.v. höfuðborgarsvæðið og margir aðrir góðir kostir.
-       Það eru klárlega mörg sóknarfæri og við mættum taka Reykjanesbæ til fyrirmyndar en þar hefur verið byggt upp samfélag með góða ímynd.

Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun Eyjanna?
 -       Það er ekki langt síðan að nýja íþróttahúsið var vígt og við setninguna man ég að þáverandi bæjarstjóri sagði að Vestmannaeyjabær yrði hér með íþróttabær. Ekki leið á löngu að það fór að ganga fremur illa í meistaraflokkunum hjá okkur.  Ég velti fyrir mér hvort menn ættu að skoða alvarlega að meistaraflokkar ÍBV í fótbolta og hugsanlega handbolta líka  æfðu að mestu leyti í RVK, líka á sumrin og spila heimaleikina í Eyjum.  Þannig mætti sennilega ná í betri leikmenn og halda í Eyjafólkið þegar það fer í framhaldsnám á meginlandinu og ílengist þar.  Hugsanlega hefðum við getað haldið í leikmenn eins og Bjarnólf, Venna, Tryggva Guðmundsson, Gunnar Sig,  Atla , Margrét Láru, Arnar Péturs, Gunnar Berg, Birki Ívar, Guðbjörgu Guðmanns og margt annað frábært íþróttafólk.  Með þessum hætti  tel ég að við ættum meiri möguleika að halda okkur meðal þeirra bestu þar sem við eigum að vera.  Ég sé ekki af hverju menn ættu að vera hræddir við að taka þetta skref enda æfa liðin stóran hluta af tímanum á höfuðborgarsvæðinu.

Annars vona ég stemmningin í Eyjum verði áfram eins og hún er í dag, rífandi gangur ,bjartsýni og með tíð og tíma fjölgi í bænum og mannlífið blómstri.


Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til Eyja?  
Ekki alveg eins og er.  Fyrst og fremst vegna atvinnu bæði hjá mér og unnustu minni.   Annars vil ég ekki útiloka neitt.

Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í Vestmannaeyjum?  
Ef viðskiptahugmyndin væri þess eðlis að staðsetningin myndi ekki skipta máli og ef það væri rekstrarlega hagkvæmt þá kæmi það vel til greina. 

Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?Skynsemin segir nei, en hjartað segir já.
Ef ég myndi setja pening í göngin þá mundi ég ekki gera það til að ávaxta fé mitt.  Ég væri frekar að leitast eftir annars konar ávöxun t.d. skjótast í þrjú kaffi til múttu og koma heim aftur um kvöldið.  Enda er ég ekki á því að rekstur á göngum eigi að skila hagnaði, bara standa undir sér.  Hagnaðurinn kæmi inn í bæjarfélagið með öðrum hætti.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%