Samþykktir um byggingu knattspyrnuhúss standa

7.Desember'07 | 11:45

Eins og kunnugt er hefur Vestmannaeyjabær þegar tekið ákvörðun um að byggja knattspyrnuhús vestan við Týsheimilið.  Áætlaður byggingakostnaður er um 210 milljónir fyrir utan jarðvegsframkvæmdir.  Bæjarstjórn samþykkti einróma að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja slíkt knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum með það fyrir augum að það verði tekið í gagnið árið 2008.  Vestmannaeyjabær gerir ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu og hún tekin í notkun á næsta ári enda hafa engar ákvarðanir hafa verið teknar sem fela í sér breytingu á þessari samþykkt.  Fulltrúar ÍBV íþróttafélags hafa á óformlegan máta rætt það hvort að til greina komi að fresta byggingu knattspyrnuhússins um eitt ár og að sá kostnaður sem annars myndi verða af fjár- og skuldbindingum renna til að mæta erfiðum rekstri.  Berist slíkt erindi frá ÍBV verður það skoðað og metið með tilliti til heildar hagsmuna.  Að öðru leiti standa samþykktir Vestmannaeyjabæjar um byggingu knattspyrnuhúss.

Elliði Vignisson
bæjarstjóri

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%