Hef mikla trú á liðinu í ár

7.Desember'07 | 11:20

Binni körfubolti

Í dag birtum við leikmannakynningu úr körfuboltanum en sá sem gefur lesendum eyjar.net upplýsingar um sjálfan sig er Brynjar Ólafsson eða Binni eins og hann er alltaf kallaður.

Fullt nafn:
Brynjar Ólafsson

Fæðingarár og staður: 
1985 - Vestmannaeyjar

Fjölskylduhagir & foreldrar:
Á kærustu sem heitir Ragnheiður Lind Geirsdóttir. Foreldrar eru Ólafur Óskar Stefánsson og Edda Úlfljótsdóttir

Búseta:
Reyrengi 29 Grafarvogi, Rvk

Atvinna:
Vinn á frístundarheimili
 
Áhugamál:
Körfubolti, golf, flugvélar og margt fleira

Staða á vellinum:
það mun vera undir körfunni  

Hæð:
2,01

Ferill:
Í.V. og Í.B.V.

Markmið í lífinu:
Að láta sér líða vel

Mottó:
það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari

Minnisstæðasti leikur:
ætli það sé ekki bara ÍBV vs. Keflavík

Erfiðasti andstæðingurinn:
Keflavík

Hver er grófastur í liðinu:
nefni enginn nöfn

Besti körfuknattleiksmaður fyrr og síðar:
Charles Barkley

Besti körfuknattleiksmaður sem Ísland hefur alið af sér:
Frikki Stef

Uppáhaldslið.
Pheonix Suns

Er framtíðin björt í körfuboltanum í vetur:
Já hún er mjög björt í vetur. Vorum að fá núna liðstyrk og menn bara duglegir að æfa og halda sér í formi. Þannig ég hef mikla trú á liðinu í ár.

Hvernig líst þér á liðið í vetur:
Mér líst bara vel á liðið í ár. Erum með sterkt og gott lið. Ef menn halda einbeitningunni við körfuboltann og sína góðan metnað þá er ekki spurning að við eigum eftir að fara upp í 1.deild

Í hvaða sæti mun ÍBV enda í vetur ?
Við eigum klárlega eftir að enda á toppnum. Í riðlinum og í úrslitakeppninni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.