Stoltur samgönguráðherra

6.Desember'07 | 20:01

Svenni

Það er margt athyglisvert sem kom fram í ræðum þingmanna um samgöngur í gær, miðvikudag á Alþingi. Reyndar vakti það athygli mína hversu fáir þingmenn tóku þar þátt. Hægt er að skoða ræðurnar hér.

Árni Johnsen hóf umræðuna. Talaði hann um verkfælni Vegagerðarinnar og metnaðarleysi stjórnvalda. Eins minntist hann á 12 kílómetra göng Færeyinga. Einhversstaðar hefur það líka komið fram að frændur okkar séu með önnur 25 kílómetra göng á teikniborðinu. Þessi tólf kílómetra göng kostuðu átta milljarða. hmmm...

Bjarni Harðarson, nýr þingmaður Framsóknar í kjördæminu sagðist vissulega hafa áhyggjur af samgöngumálum okkar Eyjamanna en kaus frekar að eyða tíma sínum í ræðustól að tala um sölu eigna á Keflavíkurflugvelli. En þessi tvö mál voru tekin saman til umræðu. Olli mér vonbrigðum, enda er þetta þingmaðurinn sem nýverið sigldi hingað yfir og fannst það bæði langt og dýrt. Bjarni tók það fram að allur morguninn hafi farið í að skoða þessi sölumál og vildi eyða tíma sínum í það. 

Svo var komið að öðrum nýjum þingmanni okkar Eyjamanna og annarra suðurkjördæminga. Grétar Mar Jónsson kom upp. Hann kaus líka að ræða um sölu eignanna á Keflavíkurflugvelli. Ekki svo mikið sem einn stafur um samgöngur við Vestmannaeyjar.  Athyglisvert...

Guðni Ágústsson, einn skemmtilegasti ræðumaður Alþingis var næstur, fyrrverandi landbúnaðarráðherra sem sat í ríkisstjórn tvö kjörtímabil talaði um að það væri sárt og sorglegt hvernig Vestmannaeyingar eru dregnir á asnaeyrunum.  Vildi hann nýtt skip strax.  Gott hjá honum en hann var í stöðu til þess að koma því í gegn, hann er það ekki lengur.

Samgönguráðherrann, Kristján Möller sagði það leitt að til þess skyldi koma að Herjólfur færi í slipp en skipið væri orðið gamalt og farið að bila.  Nefndi hann það að flutningsskipið Selfoss kæmi við í Eyjum á fimmtudag og það ætti nú að redda einhverju.  En ráðherrann endaði á að segja að hann væri stoltur af því sem núverandi ríkisstjórn væri að gera í samgöngumálum Vestmannaeyja. Þar er hann væntanlega að tala um Bakkafjörumálið. Það er gott mál en hvergi er minnst á að bæta úr brýnni þörf á samgöngum í dag.

Steingrímur Joð formaður VG sagði dapurlega komið að samgöngumálum til Eyja. Það þyrfti að bæta úr því, bæði í bráð og lengd. Síðan fór hann að tala um "ekki síður alvarlegt mál" sem var að opinber gögn liggja ekki fyrir Alþingi þegar mál voru til umræðu.  Árni Mathiesen annar tveggja ráðherra Suðurkjördæmis andmælti því en hafði ekki fyrir því að minnast á samgöngumálin okkar.  Kom mér ekki á óvart.

Athyglisverðustu ræðuna flutti hins vegar Atli Gíslason. Hann sagði Vestmannaeyinga hafa verið olnbogabarn, nánast í átthagafjötrum samgönguleysis. Hann sá ástæðu til þess að benda þingmönnum á að Vestmannaeyjar væru eyjasamfélag!!  Ætli það hafi verið þörf á því?

Eins sagði Atli að allar evrópskar og innlendar reglur mæla fyrir um að jaðarbyggðum líkt og Vestmannaeyjar fái sérstaka meðhöndlun. Hann bauðst sjálfur til að fara í ESA og nýta lögfræðikunnáttu sína. "Vestmannaeyjar eru í gíslingu ákvarðanatökuleysis sem jaðarbyggð"

Að endingu sagði Atli að siglingaleiðin milli lands og Eyja væri þjóðleið, alveg eins og samgöngur á vegum landsins og þær eiga að vera ókeypis. "Þetta er þeirra ferðamáti."  Flott ræða hjá Atla, hann fær örugglega nokkur prik hjá Eyjamönnum fyrir þetta.

Lúðvík Bergvins tók síðastur til máls. Ég veit ekki hvað hann talaði um. Ekkert var minnst á hann í fréttum og ræða hans er sú eina sem ekki er tilbúinn inn á vef Alþingis þegar þetta er skrifað.

Það vakti líka athygli mína hverjir tóku ekki til máls.

Björgvin G. Sigurðsson

Kjartan Ólafsson

Árni Mathiesen (ekkert um samgöngumálin)

Björk Guðjónsdóttir

Grétar Mar Jónsson (ekkert um samgöngumálin)

Ætli þessu fólki finnist málið ekki brýnt?

Spyr sá sem ekki veit... 

Sigursveinn bloggar á http://svenko.blog.is

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.