Er Kristján Möller samgönguráðherra stoltur af þessu?

6.Desember'07 | 06:22

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Á Alþingi í gær fór fram umræða um störf Alþingis um samgöngumál Vestmannaeyja og var það Árni Johnsen sem hóf þá umræðu. Sagði Árni m.a. að það væri staðreynd að stærsta verstöð landsins væri nánast sambandslaus og einangruð með tilliti til samgangna.
Árni sagði einnig þetta:
"Herjólfur er löngu kominn á aldur og bilanir eru mjög tíðar í skipinu, leki í rörum, bilun í hliðarskrúfu, ónýt bílalyfta og þannig mætti halda áfram, auk óþolandi lyktar eins og vill verða í gömlum skipum með alhliða hlutverk. Skipið er sem sagt komið til ára sinna í þessari þjónustu." heimild www.althingi.is

Ég verð nú að játa það að þetta er í fyrsta skiptið í mjög langan tíma sem ég er sammála og sáttur við Árna Johnsen, mér hefur fundist hann og aðrir þingmenn kjördæmisins lítið sinna samgönguvanda dagsins í dag.
Bæjarfélagið í heild tapar peningum í hverjum mánuði á þessum samgönguvanda og engin virðist vera að vinna í lausn á vandanum.

Í umræðunni á Alþingi í gær tók samgönguráðherrann Kristján Möller til orða og sagði m.a.
"Ég er því ákaflega stoltur af því sem núverandi ríkisstjórn er að gera í þessum málum og vænti þess að þetta verði allt til heilla fyrir Vestmannaeyjar." Heimild www.althingi.is

Það gleður mitt hjarta mikið að Kristján skuli vera ánægður með það sem ríkisstjórnin er að gera í samgöngumálum eyjamanna en ég get ekki verið sáttur við núverandi ástand og þau vandamál sem því fylgja.
Ég sendi í gær fyrirspurn á framkvæmdastjóra Herjólfs og spurði hann í hversu mörgum ferðum á þessu ári hefði verið upppantað fyrir farþegar og bíl. Svarið var eftirfarandi:
- upppantað hefur verið fyrir farþega 10 - 12 sinnum
- upppantað hefur verið fyrir bíla í 2 - 3 ferðir á viku að vetri til
- upppantað hefur verið fyrir bíla í 4 - 5 ferðir á viku yfir á sumarið.
- Farnar hafa verið 662 ferðir í þessu ári.

Er Kristján Möller samgönguráðherra virkilega stoltur af þessu?

Ég trúi því ekki að samgönguráðherra sé ánægður með núverandi samgöngur eyjamanna, ég held bara að hann viti ekki alveg hversu alvarlegt ástandið er.
Það er ekki hægt að bíða þar til Bakkafjara verður kominn í gagnið, vandamálið þarf að leysa og það strax.

Kjartan Vídó

segðu skoðun þína á spjallborðinu www.eyjar.net/spjall

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).