Er Kristján Möller samgönguráðherra stoltur af þessu?

6.Desember'07 | 06:22

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Á Alþingi í gær fór fram umræða um störf Alþingis um samgöngumál Vestmannaeyja og var það Árni Johnsen sem hóf þá umræðu. Sagði Árni m.a. að það væri staðreynd að stærsta verstöð landsins væri nánast sambandslaus og einangruð með tilliti til samgangna.
Árni sagði einnig þetta:
"Herjólfur er löngu kominn á aldur og bilanir eru mjög tíðar í skipinu, leki í rörum, bilun í hliðarskrúfu, ónýt bílalyfta og þannig mætti halda áfram, auk óþolandi lyktar eins og vill verða í gömlum skipum með alhliða hlutverk. Skipið er sem sagt komið til ára sinna í þessari þjónustu." heimild www.althingi.is

Ég verð nú að játa það að þetta er í fyrsta skiptið í mjög langan tíma sem ég er sammála og sáttur við Árna Johnsen, mér hefur fundist hann og aðrir þingmenn kjördæmisins lítið sinna samgönguvanda dagsins í dag.
Bæjarfélagið í heild tapar peningum í hverjum mánuði á þessum samgönguvanda og engin virðist vera að vinna í lausn á vandanum.

Í umræðunni á Alþingi í gær tók samgönguráðherrann Kristján Möller til orða og sagði m.a.
"Ég er því ákaflega stoltur af því sem núverandi ríkisstjórn er að gera í þessum málum og vænti þess að þetta verði allt til heilla fyrir Vestmannaeyjar." Heimild www.althingi.is

Það gleður mitt hjarta mikið að Kristján skuli vera ánægður með það sem ríkisstjórnin er að gera í samgöngumálum eyjamanna en ég get ekki verið sáttur við núverandi ástand og þau vandamál sem því fylgja.
Ég sendi í gær fyrirspurn á framkvæmdastjóra Herjólfs og spurði hann í hversu mörgum ferðum á þessu ári hefði verið upppantað fyrir farþegar og bíl. Svarið var eftirfarandi:
- upppantað hefur verið fyrir farþega 10 - 12 sinnum
- upppantað hefur verið fyrir bíla í 2 - 3 ferðir á viku að vetri til
- upppantað hefur verið fyrir bíla í 4 - 5 ferðir á viku yfir á sumarið.
- Farnar hafa verið 662 ferðir í þessu ári.

Er Kristján Möller samgönguráðherra virkilega stoltur af þessu?

Ég trúi því ekki að samgönguráðherra sé ánægður með núverandi samgöngur eyjamanna, ég held bara að hann viti ekki alveg hversu alvarlegt ástandið er.
Það er ekki hægt að bíða þar til Bakkafjara verður kominn í gagnið, vandamálið þarf að leysa og það strax.

Kjartan Vídó

segðu skoðun þína á spjallborðinu www.eyjar.net/spjall

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.