Bæjarráð leggur til að fella skuli niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega

6.Desember'07 | 10:15

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á fundi bæjarráðs síðastliðinn mánudag var tekin fyrir tillaga vegna álagningar gjalda fyrir árið 2008. Bæjarráð leggur m.a. til að útsvar verði 13.03%, að veittur verði 5% staðgreisluafsláttur verði veittur af af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum. Og einnig leggur bæjarráð til að fasteigna- og holræsagjöld ellilífeyrisþega skulu felld niður njóti þeir tekjutrygginga af eigin íbúð sem þeir búa í.

Tillögur bæjarráðs má í heild lesa hér:

200712016 - Tillaga vegna álagningar gjalda fyrir árið 2008 (tekið af vestmannaeyjar.is)

Álagningar gjalda árið 2008:

Fyrir liggur svohljóðandi tillaga vegna álagningar gjalda árið 2008:

"Álagning útsvars, fasteignagjalda, holræsagjalda og sorpeyðingargjalda árið 2008:

a) Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2008 verði 13,03% sbr. 23. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. 6. gr. laga nr. 144/2000.

b) Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000.

1. Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,42 %.
2. Allar aðrar fasteignir: 1,55 %.

c) Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.
1. Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.
2. Allar aðrar fasteignir: 0,30%.
3. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

d) Bæjarstjórn samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 11.510.- og að sorphirðu- og sorppokagjald verði kr. 7.084.- á hverja íbúð.
1. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

e) Sorpbrennslu- og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tók gildi þann 1. janúar 2007.

 f) Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv.
1. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

g) Bæjarstjórn samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum skv. b), c), og d) liðum hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 15. febrúar 2008.

h) Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í.

Ennfremur samþykkir bæjarstjórn með tilliti til 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, að fella niður fasteignaskatt ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, á eftirfarandi hátt.
1. Fyrir einstakling:
a. Brúttótekjur 2007 allt að 2.244 þús. kr. 100% niðurf.
b. Brúttótekjur 2007 allt að 2.654 þús. kr. 70% niðurf.
c. Brúttótekjur 2007 allt að 3.015 þús. kr. 30% niðurf.
2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
a. Brúttótekjur 2007 allt að 2.699 þús. kr. 100% niðurf.
b. Brúttótekjur 2007 allt að 3.262 þús. kr. 70% niðurf.
c. Brúttótekjur 2007 allt að 3.699 þús. kr. 30% niðurf.

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

3. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir búa í. "

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-