Bæjarráð leggur til að fella skuli niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega

6.Desember'07 | 10:15

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á fundi bæjarráðs síðastliðinn mánudag var tekin fyrir tillaga vegna álagningar gjalda fyrir árið 2008. Bæjarráð leggur m.a. til að útsvar verði 13.03%, að veittur verði 5% staðgreisluafsláttur verði veittur af af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum. Og einnig leggur bæjarráð til að fasteigna- og holræsagjöld ellilífeyrisþega skulu felld niður njóti þeir tekjutrygginga af eigin íbúð sem þeir búa í.

Tillögur bæjarráðs má í heild lesa hér:

200712016 - Tillaga vegna álagningar gjalda fyrir árið 2008 (tekið af vestmannaeyjar.is)

Álagningar gjalda árið 2008:

Fyrir liggur svohljóðandi tillaga vegna álagningar gjalda árið 2008:

"Álagning útsvars, fasteignagjalda, holræsagjalda og sorpeyðingargjalda árið 2008:

a) Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2008 verði 13,03% sbr. 23. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. 6. gr. laga nr. 144/2000.

b) Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000.

1. Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,42 %.
2. Allar aðrar fasteignir: 1,55 %.

c) Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.
1. Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.
2. Allar aðrar fasteignir: 0,30%.
3. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

d) Bæjarstjórn samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 11.510.- og að sorphirðu- og sorppokagjald verði kr. 7.084.- á hverja íbúð.
1. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

e) Sorpbrennslu- og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tók gildi þann 1. janúar 2007.

 f) Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv.
1. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

g) Bæjarstjórn samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum skv. b), c), og d) liðum hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 15. febrúar 2008.

h) Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í.

Ennfremur samþykkir bæjarstjórn með tilliti til 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, að fella niður fasteignaskatt ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, á eftirfarandi hátt.
1. Fyrir einstakling:
a. Brúttótekjur 2007 allt að 2.244 þús. kr. 100% niðurf.
b. Brúttótekjur 2007 allt að 2.654 þús. kr. 70% niðurf.
c. Brúttótekjur 2007 allt að 3.015 þús. kr. 30% niðurf.
2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
a. Brúttótekjur 2007 allt að 2.699 þús. kr. 100% niðurf.
b. Brúttótekjur 2007 allt að 3.262 þús. kr. 70% niðurf.
c. Brúttótekjur 2007 allt að 3.699 þús. kr. 30% niðurf.

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

3. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir búa í. "

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).