Unnið hörðum höndum að viðgerð á Herjólfi

5.Desember'07 | 14:23

Herjólfur

Unnið er hörðum höndum að því að lagfæra leka í skrúfubúnaði Vestmannaeyjaferjunnar Herljólfs til þess að hún komist sem fyrst í áætlun aftur.

Eftir að Herjólfur komst loks til Þorlákshafnar í gær, eftir tafir á brottför vegna óveðurs, var skipinu siglt til Hafnarfjarðar þar sem það var tekið í stærri flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar.

Þegar var hafist handa og er stefnt að því að viðgerð ljúki jafnvel í kvöld, en annars á morgun, þannig að skipið hefji fyrstu áætlunarsiglingu frá Þorlákshöfn í hádeginu á föstudag.

Það brúar bilið að nokkru að einhver fossinn frá Eimskip kemur við í Eyjum á útleið á morgun með vörur sem ella hefðu komið með Herjólfi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is