Unnið hörðum höndum að viðgerð á Herjólfi

5.Desember'07 | 14:23

Herjólfur

Unnið er hörðum höndum að því að lagfæra leka í skrúfubúnaði Vestmannaeyjaferjunnar Herljólfs til þess að hún komist sem fyrst í áætlun aftur.

Eftir að Herjólfur komst loks til Þorlákshafnar í gær, eftir tafir á brottför vegna óveðurs, var skipinu siglt til Hafnarfjarðar þar sem það var tekið í stærri flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar.

Þegar var hafist handa og er stefnt að því að viðgerð ljúki jafnvel í kvöld, en annars á morgun, þannig að skipið hefji fyrstu áætlunarsiglingu frá Þorlákshöfn í hádeginu á föstudag.

Það brúar bilið að nokkru að einhver fossinn frá Eimskip kemur við í Eyjum á útleið á morgun með vörur sem ella hefðu komið með Herjólfi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.