Gera þarf hættumat vegna eldgosahættu í Vestmannaeyjum.

5.Desember'07 | 07:07

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Síðastliðið mánudag fundaði almannavarnarnefnd í stjórnstöð Almannavarna sem staðsett er í húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja við Faxastíg. Í almannavarnarnefnd sitja Karl Gauti Hjaltason sýslumaður, Ragnar Baldvinsson slökkviliðstjóri, Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn og frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja þeir Sigurður Þ. Jónsson og Adólf Þórsson.

Á fundi almannavarnarnefndar var farið yfir áhættuskoðun í umdæmi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum en bréf frá embætti ríkislögreglustjóri hafði óskar eftir slíkri skoðun í bréfi dagsett 26.september s.l.

Samkvæmt almannavarnarnefnd eru helstu hættur eftirfarandi:.

 • 1) Skriðuföll vegna jarðskjálfta sbr. í skjálftunum 2000.
 • 2) Sjávarflóð vegna óveðurs, t.d. á Eiðinu.
 • 3) Óveður.
 • 4) Eldgos. Menn voru sammála um að þörf væri á að gera hættumat vegna eldgosahættu hér í Vestmannaeyjum.
 • 5) Flóðbylgjur af hafi. Hafnarbylgja vegna hruns í landgrunninu.
 • 6) Jökulhlaup vegna eldgosa. Hafnarbylgja vegna Kötluhlaupa.
 • 7) Jarðskjálftar. Hrun í fjöllum sbr. nr. 1. hér að ofan.
 • 8) Umferðarslys, t.d. rútuslys.
 • 9) Sjóslys. Herjólfur og ferðir ferðamanna PH Viking og Eydís og tuðrur í úteyjar.
 • 10) Efnamengun. Olía, bensín, ammoníak, ediksýra og fleira.
 • 11) Mannvirki.
 • 12) Brunar. Stórbrunar t.d. Ísfélagsbruninn 9. des. 2000 og FES des. 2006.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).