Gera þarf hættumat vegna eldgosahættu í Vestmannaeyjum.

5.Desember'07 | 07:07

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Síðastliðið mánudag fundaði almannavarnarnefnd í stjórnstöð Almannavarna sem staðsett er í húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja við Faxastíg. Í almannavarnarnefnd sitja Karl Gauti Hjaltason sýslumaður, Ragnar Baldvinsson slökkviliðstjóri, Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn og frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja þeir Sigurður Þ. Jónsson og Adólf Þórsson.

Á fundi almannavarnarnefndar var farið yfir áhættuskoðun í umdæmi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum en bréf frá embætti ríkislögreglustjóri hafði óskar eftir slíkri skoðun í bréfi dagsett 26.september s.l.

Samkvæmt almannavarnarnefnd eru helstu hættur eftirfarandi:.

 • 1) Skriðuföll vegna jarðskjálfta sbr. í skjálftunum 2000.
 • 2) Sjávarflóð vegna óveðurs, t.d. á Eiðinu.
 • 3) Óveður.
 • 4) Eldgos. Menn voru sammála um að þörf væri á að gera hættumat vegna eldgosahættu hér í Vestmannaeyjum.
 • 5) Flóðbylgjur af hafi. Hafnarbylgja vegna hruns í landgrunninu.
 • 6) Jökulhlaup vegna eldgosa. Hafnarbylgja vegna Kötluhlaupa.
 • 7) Jarðskjálftar. Hrun í fjöllum sbr. nr. 1. hér að ofan.
 • 8) Umferðarslys, t.d. rútuslys.
 • 9) Sjóslys. Herjólfur og ferðir ferðamanna PH Viking og Eydís og tuðrur í úteyjar.
 • 10) Efnamengun. Olía, bensín, ammoníak, ediksýra og fleira.
 • 11) Mannvirki.
 • 12) Brunar. Stórbrunar t.d. Ísfélagsbruninn 9. des. 2000 og FES des. 2006.

 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.