Eyjamenn öflugir á Facebook

4.Desember'07 | 08:04

79model

Það eru endalausar nýjungar á netinu og eitt það heitasta í dag er vefurinn www.facebook.com. Þessi vefur inniheldur upplýsingar um einstaklinga út um allan heim og á auðveldan hátt geturðu athugað hvort að gamlir vinir eða kunningjar eru á facebook.

Vefurinn bíður t.d. upp á þá möguleika að senda myndir á milli vina, videobrot, spurningar og fjöldann allan af skemmtilegum hlutum.

Ritstjóri www.eyjar.net ákvað að prufa www.facebook.com og á nokkrum dögum hefur hann "eignast" 121 vin á netinu sem hann hefur átt samleið með í gegnum lífleiðina.

Eyjamenn eru öflugir á facebook eins og annarstaðar og hafa verið myndaðir nokkrir hópar er tengjast eyjunum og fara þeir hópar stækkandi með degi hverjum.
Hóparnir eru:
Vestmannaeyingar
Þeir sem voru í Barnaskóla Vestmannaeyja
Árgangur 80 í eyjum
Árgangur 79 í eyjum
Árgangur 78 í eyjum
www.VisitWestmanIslands.com
fyrrverandi nemendur FÍV
Vinir Ketils Bónda

Ritstjóri www.eyjar.net skorar á alla að prufa þennan skemmtilega vef og athuga hvað gamlir vinir og félagar eru að gera í dag. Hafa ber samt sem áður í huga að þessi vefur er hinn mesti tímaþjófur en skemmtilegur er hann.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.