Eyjamenn öflugir á Facebook

4.Desember'07 | 08:04

79model

Það eru endalausar nýjungar á netinu og eitt það heitasta í dag er vefurinn www.facebook.com. Þessi vefur inniheldur upplýsingar um einstaklinga út um allan heim og á auðveldan hátt geturðu athugað hvort að gamlir vinir eða kunningjar eru á facebook.

Vefurinn bíður t.d. upp á þá möguleika að senda myndir á milli vina, videobrot, spurningar og fjöldann allan af skemmtilegum hlutum.

Ritstjóri www.eyjar.net ákvað að prufa www.facebook.com og á nokkrum dögum hefur hann "eignast" 121 vin á netinu sem hann hefur átt samleið með í gegnum lífleiðina.

Eyjamenn eru öflugir á facebook eins og annarstaðar og hafa verið myndaðir nokkrir hópar er tengjast eyjunum og fara þeir hópar stækkandi með degi hverjum.
Hóparnir eru:
Vestmannaeyingar
Þeir sem voru í Barnaskóla Vestmannaeyja
Árgangur 80 í eyjum
Árgangur 79 í eyjum
Árgangur 78 í eyjum
www.VisitWestmanIslands.com
fyrrverandi nemendur FÍV
Vinir Ketils Bónda

Ritstjóri www.eyjar.net skorar á alla að prufa þennan skemmtilega vef og athuga hvað gamlir vinir og félagar eru að gera í dag. Hafa ber samt sem áður í huga að þessi vefur er hinn mesti tímaþjófur en skemmtilegur er hann.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).