Samstarfssamningur milli ÍBV og Sparisjóðs Vestmannaeyja undirritaður í dag

3.Desember'07 | 18:30

Í dag undirrituðu ÍBV og Sparisjóður Vestmannaeyja samstarfssamning sín á milli og var samningurinn undirritaður í húsnæði Sparisjóðs Vestmannaeyja. Sparisjóðurinn hefur lengi verið bjakhjarl ÍBV.
Í dag eru liðinn 65.ár frá stofnun Sparisjóðs Vestmannaeyja og því við hæfi að undirrita þennan samning í dag.

Fréttatilkynning vegna þessa samstarfssamning er hér að neðan:

 

Í dag, 3. desember undirrituðu Sparisjóður Vestmannaeyja og ÍBV Íþróttafélag samsstarfssamning til næstu þriggja ára.  ÍBV og Sparisjóðurinn hafa átt í farsælu samstarfi frá stofnun ÍBV Íþróttafélags í desember 1996 og er þessi samningur staðfesting á áframhaldandi farsælu samstarfi.  Sparisjóðurinn hefur alla tíð verið einn af aðalstyrktaraðilum ÍBV og verður það áfram.  Íþróttafélagið metur það af verðleikum og er samningurinn sem er undirritaður núna sá stærsti sem þessir aðilar hafa gert sín á milli.
Undirritunina ber upp á afmælisdag Sparisjóðsins sem var stofnaður 3. desember 1942 og er því 65 ára í dag.

Myndir frá undirritun samnings má sjá hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.