Fundur Fjölskyldurráðs Vestmannaeyjabæjar

30.Nóvember'07 | 13:02

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Síðastliðinn miðvikudag var haldinn fundur hjá Fjölskyldurráði Vestmannaeyjabæjar. Á þeim fundi kom fram að nýlega barst Dvalarheimilinu Hraunbúðum vegleg gjöf. En það var Guðný Ragnheiður Hjartardóttir fædd árið 1931 sem lést 6.ágúst sl. sem arfleiddi dvalarheimilið að fasteign sinni að Espigerði 4 Rvk.

Fjölskylduráð hefur ákveðið að skipa nefnd sem í sitja hjúkrunarforstjóri Hraunbúða, einn frá heimilisfólki Hraunbúða, einn starfsmaður Hraunbúða og formaður og varaformaður Fjölskylduráðs. Skal nefndin koma með hugmyndir að því hvernig féð geti nýst sem best til að bæta aðbúnað heimilisfólks.

Einnig var lagt fram á fundinum mánaðarlegt yfirlit Barnarverndarstofu vegna barnaverndartilkynninga. Í október bárust 37 tilkynningar vegna 23 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 16, vegna ofbeldis 6 og vegna áhættuhegðunar barns 15 talsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is