Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út í gærkvöldi

30.Nóvember'07 | 05:40

Björgunarfélag Landsbjörg

Í gærkvöldi voru félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja ræstir út vegna mjög slæms veðurs. Útihús fauk við Hásteinsveg og þakplötur og klæðningar á húsum í eyjum höfðu losnað. Um 20 félagsmenn Björgunarfélags Vestmannaeyja unnu við að aðstoða beiðnum bæjarbúa.

 

Samkvæmt vef Pálma Óskarssonar veðurathugunarmanns á Stórhöfða má finna upplýsingar um að mesti vinhraði í vindhviðu hafi verið 48 metrar á sekúndu og var það um kl 20:00 í gærkvöldi. Mesti meðalvindur í 10 mínútur samfleytt var um 38.5 metrar á sekúndu.

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var veðrið á Stórhöfða klukkan 03:00 austan 29 metrar á sekúndu.

vefur Pálma Óskarssonar:
www.123.is/dj_storhofdi

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.