Vil skilja sáttur við KR

27.Nóvember'07 | 07:36

Bjarnólfur

Logi Ólafsson, þjálfari KR, tjáði miðjumanninum Bjarnólfi Lárussyni það á dögunum að hann væri ekki inni í framtíðaráætlunum sínum og honum væri þar af leiðandi frjálst að róa á önnur mið. Bjarnólfur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir KR en hann hefur verið í herbúðum félagsins síðustu þrjú ár
„Þessi tíðindi komu mér nokkuð á óvart en ég virði ákvörðun Loga og er sáttur við að menn komi hreint fram. Þannig að þetta er alveg í góðu af minni hálfu og ég legg mikið upp úr því að fara sáttur frá félaginu," sagði Bjarnólfur en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Hann verður ekki seldur til annars félags heldur er stefnan að ganga frá starfslokasamningi en vinnan við hann er ekki hafin.

„Ég tek svo stöðuna á mínum málum þegar ég hef skilið endanlega við KR. Það hefur verið ágætt að hvíla sig eftir mjög erfitt sumar. Ég er í raun ekkert farinn að spá í framhaldið og er alls ekki að flýta mér neitt. Ég er enn á byrjunarreit og hef ekkert spáð í hvert ég fari eða hvort ég haldi áfram.

Það er margt annað sem ég er að gera og ég þarf að spá í mörgum hlutum áður en ég tek einhverja ákvörðun um framhaldið," sagði Bjarnólfur en hann neitar því ekki að síðasta sumar hafi tekið sinn toll.

„Það tók mjög mikið á. Ekki bara síðasta sumar heldur síðustu tvö ár þar sem gengið hefur verið misjafnt og mikið æft líka. Það er kominn tími á smá hvíld núna og ég ætla ekkert að taka neina ákvörðun um mína framtíð fyrr en eftir áramót. Ég stend á ákveðnum tímamótum og þarf að skoða vel í hvað ég vilji eyða tíma mínum í framtíðinni."

Bjarnólfur kom á sínum tíma til KR frá ÍBV en það var Magnús Gylfason sem fékk Bjarnólf til félagsins eftir að hafa þjálfað hann í Eyjum. Þrátt fyrir oft og tíðum erfiða tíma sér Bjarnólfur ekki eftir því að hafa komið til KR.

„Alls ekki. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími þó svo að þetta hafi oft verið erfitt. Ég hefði viljað sjá betri árangur KR á þessum tíma. Hér hef ég aftur á móti kynnst mikið af góðu fólki og séð margt gott í kringum félagið. Ég hef notið þess að vera í KR og vil skilja í góðu við félagið," sagði Bjarnólfur en er hann sáttur við eigin frammistöðu hjá félaginu?

„Já og nei. Ég hefði viljað gera betur að mörgu leyti en mér fannst ég standa mig ágætlega á köflum. Það hefur ekki verið auðvelt að spila fyrir KR og ég get ekki neitað að þetta hefur ekki gengið eins vel og ég vonaðist til þó svo að ég sé ekki ósáttur við mitt framlag," sagði Bjarnólfur Lárusson.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).