Stefán og Davíð sigurvegarar Sparisjóðsmóts Eyjamanna

27.Nóvember'07 | 11:17

skák

SPARISJÓÐSMÓT Vestmannaeyja fór fram um síðustu helgi í Skáksetrinu í Eyjum og var með tvískiptu sniði. Fyrri daginn, föstudaginn 23. nóvember sl., var haldið níu umferða hraðskákmót þar sem 34 keppendur tóku þátt. Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson bar örugglega sigur úr býtum en hann fékk fullt hús vinninga. Kollegi Stefáns, Sævar Bjarnason, fékk 8 vinninga og lenti í öðru sæti en Einar Kr. Einarsson fékk bronsið með 7 vinninga. Af 10-13 ára keppendum fengu Nökkvi Sverrisson og Kristófer Gautason flesta vinninga eða 5½ en Róbert Aron Eysteinsson, Sigurður Arnar Magnússon og Jörgen Freyr Ólafsson fengu flesta vinninga þeirra sem voru yngri en 10 ára eða 5 v.
Í síðara hluta mótsins, atskákhlutanum, sem fram fór laugardaginn 24. nóvember sl., varð Davíð Kjartansson hlutskarpastur en hann fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Stefán Bergsson og Einar Kr. Einarsson deildu með sér öðru sætinu með 5½ vinning en Rúnar Berg hreppti fjórða sætið með fimm vinninga. Af unglingum mótsins fékk Kristófer Gautason flesta vinninga eða 4½. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Taflfélags Vestmanneyja, http://skak.eyjar.is/.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.