Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja 75 ára og Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló 70 ára

27.Nóvember'07 | 12:28
Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja og Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló sameinuðust í febrúar á þessu ári. Bæði félögin hefðu átt stórafmæli á þessu ár, 70 og 70 ára og var á þessum tímamótum ákveðið að halda upp á afmælin, kveðja gömlu félögin og hefja nýtt tímabil með nýju félagi.

Margt var um manninn í kaffi í Ásgarði að deginum til en dagskráin var þéttskipuð. Árni Johnsen tók afmælissönginn og Arnar Sigurmundsson fór yfir sögu félaganna. Erla Eiríksdóttir Vídó var sæmd gullfálkamerkinu auk fimm fyrrverandi formanna félaganna þeirra Arnars Sigurmundssonar, Guðbjargar Matthíasdóttur, Guðjóns Hjörleifssonar, Magnús Jónassonar og Svanhildar Gísladóttur. Um kvöldið var slegið upp veislu þar sem Hörður Óskarsson og Jón Árni Ólafsson matreiddu nautalund og með því.

Myndir sem Gunnlaugur Grettisson sendi eyjar.net má sjá hér

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.