Við erum samt hrikalega hrædd um að ríkisstjórnin haldi áfram að draga lappirnar í málefnum Vestmannaeyja

26.Nóvember'07 | 06:18

Einar Hlöðver Rakel

www.eyjar.net heldur uppteknum hætti og heyrir í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorf þau hafa til Vestmannaeyja.

Í dag eru það Einar Hlöðver Sigurðsson og Rakel Rut Stefánsdóttir sem sitja fyrir svörum en þau eru búsett í Danmörku.

Nöfn:
Einar Hlöðver Sigurðsson (83) og Rakel Rut Stefánsdóttir (83)

Fjölskylduhagir ?
Erum í sambúð en barnlaus enn sem komið er.

Atvinna & Menntun ?
Einar er í stjórnmála- og fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands. Rakel er í fatahönnunarnámi í Teko hönnunarskólanum í Herning. Svo höfum verið að vinna eitthvað lítillega með skólanum.

Búseta ?
Við búum á Viborgvej 33 í miðborg Århus, höfuðborg Jótlands

Eigiði Mottó ?
Njóta lífsins meðan við getum og eins og meistari Megas boðaði: ef við smælum framan í heiminn þá mun heimurinn smæla framan í okkur (sagt með Megasarrödd)

Fariði oft til Eyja ?
Já, eins oft og við höfum möguleika á. Hver einustu jól og yfir sumarið og dveljum eins lengi og hægt er í hvert skipti, enda kemst enginn staður í heiminum með tærnar þar sem Vestmannaeyjar hafa hælana.

Hvaða tengingu hafið þið við Eyjarnar í dag ?
Nær öll fjölskylda okkar og vinir búa þar. Auk þess mun sú tenging við Eyjarnar sem myndaðist hjá okkur í uppvextinum aldrei hverfa

Fylgist þið með því sem er að gerast í Eyjum ?
Já eins mikið og hægt er. Við erum í daglegu sambandi við einhvern í Eyjum og fylgjumst með öllum fréttamiðlum og blöðum um Eyjarnar. Fáum meira að segja Fréttir sendar út til okkar!

Hvernig finnst ykkur staða Vestmannaeyja í dag ?
Hún gæti auðvitað verið betri og það eru þessar sömu klisjur, samgöngurnar og atvinnumálin sem hafa þar áhrif. Þessa stundina er hún þó betri en verið hefur í langan tíma og hafa margir jákvæðir hlutir gerst á síðustu misserum. Bæjarstjórnin hefur staðið sig frábærlega vel og er virkilega að berjast fyrir hag Vestmannaeyinga. Það er gaman að sjá að loksins virðist vera komin samstaða í bæjarstjórnina (enda maðurinn sem kenndur er við skelfingu kominn í forystu minnihlutans). Þessi samstaða smitar út frá sér og skilar sér í betri og jákvæðari umfjöllun um allt er tengist Eyjum. 

Hvernig sjáið þið næstu 10 ár í þróun eyjanna ?
Næstu tíu ár verða lykilár fyrir Vestmannaeyjar. Þá verður vonandi búið að leysa samgöngumálin okkar eftir margra ára sofandahátt og metnaðarleysi þingmanna og ráðherra. Í kjölfarið mun atvinnulífið væntanlega fá góða innspýtingu og það er þetta tvennt sem hefur að sjálfsögðu mestu áhrifin á búsetuskilyrði í Vestmannaeyjum. Við erum samt hrikalega hrædd um að ríkisstjórnin haldi áfram að draga lappirnar í málefnum Vestmannaeyja og að allt það sem lofað hefur verið muni dragast útí hið óendanlega.

Sjáið þið fyrir ykkur á næstu árum að flytja aftur til Eyja ?
Ekki á allra næstu árum. Við munum fyrst klára okkar nám og sjá svo til með atvinnumöguleika okkar. Planið er þó klárlega að flytja heim, það er bara spurning hvenær. Það eru t.d. alger forréttindi fyrir börn að fá að alast upp í Eyjum.

Gætuð þið hugsað ykkur að reka fyrirtæki í Vestmannaeyjum ?
Vestmannaeyjar eru ekki beint hagstæðasti staðurinn fyrir lítið fyrirtæki, bæði vegna smæðar markaðarins og eins mikils aðflutningskostnaðar. Ef við hefðum góða viðskiptahugmynd þá væri það samt alveg athugandi enda ætlum við okkur að flytja til Eyja á ákveðnum tímapunkti og þá væri ekkert verra að vera sjálfstætt starfandi.

Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndu þið kaupa hlutafé í göngunum ?
Alveg pottþétt. Okkur yrði meira að segja alveg sama þótt sá peningur myndi ekkert ávaxta sig, bara ef göngin yrðu að veruleika. En göngin munu líklegast aldrei verða að veruleika enda virðist pólitískur vilji engan veginn vera til staðar. Samgönguráðuneytið virðist ekki einu sinni hafa vilja til að skipta út Herjólfi á meðan beðið er eftir endanlegri samgöngubót, hvað þá eitthvað meira.

Eitthvað að lokum
Björgvin Rúnars á stórt hrós skilið fyrir sitt framlag í atvinnumál Eyjanna með bjórverksmiðjunni. Vonandi gengur það dæmi vel. Eins líst okkur hrikalega vel á nýja knattspyrnuráðið og óskum þeim velfarnaðar. Sjáumst svo bara hress um hátíðirnar og við segjum bara heyja heyja Þrettándinn, heyja heyja Þrettándinn! (Biggi Gaua)

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.