Opið hús í Vosbúð

26.Nóvember'07 | 06:00

Þann 1. mars 2007 samþykkti Menningar -og tómstundaráð Vestmannaeyja að koma á fót Menningarmiðstöð fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára en töluverður þrýstingur hafði þá verið á bæjaryfirvöld frá ungmennum vegna aðstöðuleysis. Vestmannaeyjabær tók á leigu húsnæði Miðstöðvarinnar, Vosbúð, við Strandveg 65. Ungmennin sjálf hafa unnið þá undirbúningsvinnu sem vinna þurfti til að koma húsinu í það horf sem það er komið í. Eiga þau hrós skilið fyrir sinn óeigingjarna þátt og sérstök ástæða er til að hrósa stjórn nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum sem komið hefur myndarlega að öllum undirbúningi.

Fyrirhugað er að margvísleg starfsemi verði í húsinu en nú þegar er komin aðstaða til að spila billjard og tölvuleiki, þráðlaus nettenging er á staðnum, glæsilegt sjónvarp og heimabíó og fótboltaspil er væntanlegt. Jafnframt verður hægt að halda þar fyrirlestra, námskeið og aðrar uppákomur.

Opið hús verður í Vosbúð á nú þriðjudaginn frá 17-19. Allir velunnarar ungmenna eru velkomnir að kíkja á aðstöðuna.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
forstöðumaður

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.