Íslendingabar Dóru Dúnu í Köben lokað vegna hávaða

26.Nóvember'07 | 18:50

Dóra Dúna

Skemmtistaðurinn Jolene í Kaupmannahöfn, sem er í eigu Dóru Takefusa og Dóru Dúnu Sighvatsdóttur (Bjarnasonar innskot eyjar.net), verður lokað þann 30 nóvember næstkomandi.

Ástæðan er miklar kvartanir frá nágrönnum á Sörgenfrigade á Norðurbrú sem sætta sig illa við þann hávaða sem kemur frá staðnum. Þeir hafa ítrekað kvartað yfir hávaða og nú er svo komið að Jolene þarf að víkja.

Jolene hefur slegið í gegn síðan hann var stofnaður í ágúst á þessu ári og hefur notið mikilla vinsælda hjá hipsterum í Kaupmannahöfn.

Dagblaðið Politiken fjallar um málið í dag en þar er haft eftir Dóru Dúnu að Sörgenfrigade henti ekki til veitingarekstrar og því hafi ný staðsetning verið fundin fyrir Jolene. Sú mun ekki vera síðri og því allar líkur á að vinsældir Jolene muni halda áfram að dafna um næstu misseri.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.