Crostini snittur

26.Nóvember'07 | 08:43

Snittur

Snittur er frábærar sem forréttur eða til að bjóða upp á í veislum. Ég gef ykkur núna uppskrift að crostini snittum sem eru ítalskar. Ítalir eru frábærir í matargerð og hef ekki enn fengið slæman mat hjá ítala. Þessar snittur eru auðveldar í eldun og undirbúningi og því tekur þessi réttur ekki langan tíma.

Snittubrauð
Parmaskinka
Tómatar
Hvítlaukur
Ferskt basilikum
Oregano
Mozarella ostur
ólífuolía
balsamiko

Skerið niður snittubrauð í um 1 ½ sneiðar og ristið á pönnu eða setið í ofn með örlitlu dassi af ólífuolíu.

Crostini snittur með tómat:
Skerið tómatana í tvennt og hreinsið innan úr þeim kjarnana og þerrið þá með pappír. Skerið því tómatana niður í litla bita og setjið í skál. Pressið hvítlauk og settið út í. Hellið ólífuolíu yfir og kryddið með salti, pipar og þurrkuðu oregano kryddi. Skerið niður ferkst basil og setið í skálina (ef ekki er til ferskt basilikum þá má nota þurkað). Gott er að leyfa þessari tómatblöndu standa í ískáp í einhvern tíma áður en það er sett á brauðið.

Crostini snittur með parmaskinku:
Þegar snittubrauðið er tekið af pönnunni eða úr ofninum er ferskur hvítlaukur skorinn í tvennt og honum rennt yfir brauðið. Með því kemur góður hvítlaukskeimur á brauðið.
Leggið fallega parmaskinkuna yfir brauðið.

Crostini snittur með tómötum og mozarella:
Skerið tómatana og ostinn í sneiðar. Leggið á snittubrauðið og stráið yfir fersku basilikum ásamt slettu af ólífuolíu og balsamiko.

Gott er að bjóða upp á gott Pino Grigio hvítvín með snittunum.

Verði ykkur að góðu
kv
Kjartan Vídó

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).